Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Tjaldur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru algengastir við ströndina en finnast líka eitthvað inn til landsins við ár og vötn. Þeir eru fremur félagslyndir og algengt að sjá þá í hópum utan varptíma. Þeir verpa helst í möl eða sandi við sjó, ár og vötn. Einnig er nokkuð um að þeir verpi í byggð eða nálægt mannvirkjum eins og vegum, húsþökum eða tjaldstæðum. Þar sem þeir verpa í byggð geta þeir orðið nokkuð gæfir og þiggja jafnvel matargjafir. En þó er rétt að geta þess að fyrir fugla með sérhæft fæðuval eins og t.d. tjalda er alltaf best að þeir finni mat upp á eigin spýtur frekar en að vera háðir matargjöfum. Helsta fæða tjaldsins við ströndina er að grafa eftir sandmaðki og öðrum hryggleysingjum. Inn til landsins notar hann gogginn til að pota ótt og títt í mjúkan jarðveg eftir ánamöðkum. Hann er einnig nokkuð lunkinn við að ná sér í krækling og ber hann m.a. enska heitið Oystercatcher vegna þess hversu laginn hann er að opna skeljar og ná sér í dýrindis fæðu í boði hafsins. Hann er að mestu farfugl en þó dvelja hér nokkur þúsund fuglar veturlangt við ströndina. Þeir tjaldar sem yfirgefa landið á haustin halda til Bretlandseyja líkt og margir aðrir farfuglar sem hér verpa.

Skylt efni: fuglinn

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?