Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tjaldur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru algengastir við ströndina en finnast líka eitthvað inn til landsins við ár og vötn. Þeir eru fremur félagslyndir og algengt að sjá þá í hópum utan varptíma. Þeir verpa helst í möl eða sandi við sjó, ár og vötn. Einnig er nokkuð um að þeir verpi í byggð eða nálægt mannvirkjum eins og vegum, húsþökum eða tjaldstæðum. Þar sem þeir verpa í byggð geta þeir orðið nokkuð gæfir og þiggja jafnvel matargjafir. En þó er rétt að geta þess að fyrir fugla með sérhæft fæðuval eins og t.d. tjalda er alltaf best að þeir finni mat upp á eigin spýtur frekar en að vera háðir matargjöfum. Helsta fæða tjaldsins við ströndina er að grafa eftir sandmaðki og öðrum hryggleysingjum. Inn til landsins notar hann gogginn til að pota ótt og títt í mjúkan jarðveg eftir ánamöðkum. Hann er einnig nokkuð lunkinn við að ná sér í krækling og ber hann m.a. enska heitið Oystercatcher vegna þess hversu laginn hann er að opna skeljar og ná sér í dýrindis fæðu í boði hafsins. Hann er að mestu farfugl en þó dvelja hér nokkur þúsund fuglar veturlangt við ströndina. Þeir tjaldar sem yfirgefa landið á haustin halda til Bretlandseyja líkt og margir aðrir farfuglar sem hér verpa.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...