Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Útlit er fyrir að margir bændur muni nánast eingöngu setja á gimbrar í vetur sem bera einhverja vernd.
Útlit er fyrir að margir bændur muni nánast eingöngu setja á gimbrar í vetur sem bera einhverja vernd.
Mynd / smh
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur mjög vel.

Eyþór Einarsson.

Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, lítur út fyrir að í haust hafi mikið verið sett á af gripum með þessar arfgerðir.

Fljótlega verði hægt að meta hversu hátt hlutfall í íslenska stofninum beri þessar arfgerðir, en bændur séu nú að ganga frá ásetningi fyrir næsta vetur. „Útlit er fyrir að margir bændur muni nánast eingöngu setja á gimbrar sem bera einhverja vernd,“ segir hann.

17.800 ARR-gripir

Í júlí var formleg landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu undirrituð, þar sem gert er ráð fyrir að því verkefni verði lokið innan 20 ára. Að þeirri áætlun koma matvælaráðuneytið, Matvælastofnun og Bændasamtök Íslands.

„Íslensk erfðagreining hefur greint fyrir okkur um 63 þúsund sýni frá byrjun maí. Þar sem bændur voru duglegir við að taka sýni í vor hefur gengið mjög vel að þjónusta þau sýni sem hafa komið inn í haust.

Ef við skoðum afgerðirnar þá eru í þessu sýnasafni um 17.800 gripir, fyrst og fremst lömb, sem bera ARR- genasamsætuna, þar af 200 sem eru arfhrein ARR/ARR,“ segir Eyþór, en sú samsæta er einmitt alþjóðlega viðurkennd sem verndandi.

„Gripir með AHQ, T137 eða C151 eru alls um 16.200,“ heldur Eyþór áfram og bendir á að í þessum tölum getur sama lambið verið tvítalið ef það er með tvo mismunandi breytileika. Þessir breytileikar eru taldir vera mögulega verndandi í fyrrnefndri landsáætlun.

Áhuginn eðlilega mestur á riðusvæðum

Að sögn Eyþórs eru bændur mjög viljugir til þátttöku í arfgerðargreiningunum og mikill meirihluti sauðfjárbænda sé kominn eitthvað af stað í þessa átt með sína ræktun. „Áhuginn er vissulega mestur á riðusvæðunum en ekki er hægt að segja annað en almennt sé þátttaka góð. Sýnin sem hafa verið greind frá í vor eru frá um 780 sauðfjárræktendum vítt og breitt um landið. Til að setja þetta í samhengi þá voru um 1.500 bú sem voru þátttakendur í skýrsluhaldi árið 2023.Við reynum að hvetja bændur almennt til dáða í þessu en bændur sjálfir hafa sýnt mikið og gott frumkvæði.“

Ekki íþyngjandi kostnaður

Spurður út í kostnað bænda við greiningarnar segir Eyþór að þær séu á hagstæðum kjörum hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðan niðurgreiddar hjá matvælaráðuneytinu að stórum hluta. „Til dæmis er greiningarkostnaður á öllum gripum sem eru undan ARR-foreldri aðeins 300 krónur á hvert sýni. Sama gildir um sýni úr öllum ásettum hrútum, sama hvernig þeir eru ættaðir eða hvar þeir eru, greiningin á þeim mun kosta 300 krónur. Þetta ætti því ekki að teljast íþyngjandi kostnaður.

Eyþór segir ástæðu til að minna á að gert sé ráð fyrir að greiddir verði hvatastyrkir til búa sem teljast vera í áhættuflokki út á notkun á hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir (V/V, V/MV eða MV/MV).

Margir hjá RML koma að þessu verkefni, að sögn Eyþórs. „Bæði varðandi móttöku sýna, afgreiðslu á sýnatökubúnaði og síðan að þjónusta bændur í sambandi við Fjárvís. Þá hefur farið fram mikil vinna við þróun og endurbætur á skýrsluhaldsforritinu Fjárvísi, bæði til að auðvelda bændum að vinna með þennan eiginleika í ræktunarstarfinu og til að halda utan um allar þessar sýnatökur.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...