Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur mjög vel.
Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur mjög vel.
Bændur voru duglegir við sýnatökur á síðasta ári. Alls fengust greiningarniðurstöður fyrir 35.287 sýni sem var í raun vonum framar.
Eftir að hafa fengið niðurstöður arfgerðargreiningar á öllum fjárstofni sínum, segir Elín Anna Skúladóttir, bóndi á Bergsstöðum í Miðfirði, sárt að mikill fjöldi gripa með mótstöðu gegn riðu hafi verið felldir.
Þegar vísindamennirnir fjórtán, meirihlutinn leiðandi riðusérfræðingar á heimsvísu, komu saman á lokafundi á föstudaginn eftir vikulanga vettvangsferð á Norðurlandi, stóð eitt upp úr: Þeir voru allir heillaðir af brennandi áhuga bænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt – og ekki ...
Matvælaráðherra tilkynnti í lok apríl um breytta aðferðarfræði í átt að því markmiði að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé.
Um miðjan ágúst tilkynnti Matvælastofnun að hún ætlaði að nýta sér undanþáguákvæði í lögum um dýrasjúkdóma og veita undanþágu fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnalínur. Þann 23. september samþykkti matvælaráðherra breytingu á reglugerð þar að lútandi.
Arfgerðargreiningar á príonpróteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) miða rannsóknirnar að því að leita að verndandi arfgerðum og gera átak í ræktun fyrir þolnari stofnum gegn riðuveiki.
Greining sýna í átaksverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í arfgerðargreiningum í sauðfé er nú í fullum gangi, en um stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi er að ræða. Í síðustu niðurstöðum hafa komið fram fimm ARR-kindur á Þernunesi á Reyðarfirði og átta T137-gripir á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd.
Áfram finnast kindur með arfgerð sem er talin verndandi gegn riðu í sauðfé. Fyrir skemmstu fundust þrjár til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137, við þær sex sem hafa áður fundist.
Í samhengi við riðurannsóknina miklu – og ekki síst við arfgerðagreiningarátakið sem RML hleypti af stokkunum nýlega – koma upp ýmsar spurningar eða athugasemdir. Mörg þessara atriða hafa gildi umfram átakið og þess vegna eru nokkur af þeim útskýrð betur hér.
Eftir að hin viðurkennda verndandi arfgerð ARR, gegn riðu í sauðfé, fannst í sex einstaklingum í Þernunesi í Reyðarfirði var hafist handa við að reyna að finna hvaðan arfgerðin hefði borist í Þernunes. Var strax horft til Kambs í Reykhólasveit, en þaðan kom kindin Njála sem er formóðir allra sex gripanna. Nýlega varð hins vegar ljóst að arfgerðin v...
Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) gegn riðu, sem er alþjóðlega viðurkennd og notuð með góðum árangri í Evrópu við útrýmingu á riðu í sauðfé. Arfgerðin hafði aldrei áður fundist á Íslandi þrátt fyrir víðtæka leit. Einstaklingarnir sex eru allir á bænum Þernunesi í Reyðarfirði.
Laugardaginn 8. janúar hélt þýski riðusérfræðingurinn dr. Gesine Lühken, sem er einn þátttakenda í alþjóðlegri riðurannsókn hér á landi í sauðfé, fræðslufund á vegum Geitfjárræktarfélags Íslands. Á fundinum kom fram að verndandi arfgerðir í geitfé séu þrjár.
„Riðurannsóknin mikla“ – hér eru íslenskir sauðfjárbændur og riðusérfræðingar frá Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Íslandi að vinna saman. Vísindamennirnir eru vanir að þurfa að sannfæra bændur um að taka þátt í rannsóknum og þeir eru mjög ánægðir að í þessu tilfelli var það öfugt – bændurnir áttu frumkvæði að verkefninu, höfðu sa...
Fjölþjóðlegt riðurannsóknarverkefni stendur nú yfir á Íslandi síðan í vor, í samstarfi íslenskra bænda og fjölþjóðlegra vísindamanna – eins og greint hefur verið áður frá í blaðinu. Markmið þess er að reyna að finna tilteknar verndandi arfgerðir í sauðfé sem hægt væri að nota til að rækta upp ónæmt sauðfé gagnvart riðu.