Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Austri (20-623) frá Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd í Eyjafirði.
Austri (20-623) frá Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd í Eyjafirði.
Mynd / RML
Fréttir 8. apríl 2022

Fimm ARR-ær bættust við á Þernunesi og átta T137-gripir á Árskógsströnd

Höfundur: smh

Greining sýna í átaksverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í arfgerðargreiningum í sauðfé er nú í fullum gangi, en um stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi er að ræða. Í síðustu niðurstöðum hafa komið fram fimm ARR-kindur á Þernunesi á Reyðarfirði og átta T137-gripir á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd.

Fyrstu niðurstöður voru birtar 14. mars og komu að mestu leyti frá bæjum í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu, upphafssvæði riðuveiki á Íslandi, og fannst engin kind með hina alþjóðlega viðurkenndu verndandi arfgerð (ARR) gegn riðu og engin með arfgerðina T137, sem er talin mögulega verndandi. Í næsta skammti, sem birtar voru niðurstöður úr þann 28. mars, fannst hins vegar einn hrútur á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd með þá arfgerð.

Það er í fyrsta sinn sem arfgerðin T137 finnst í hrúti hér á landi, en hann heitir Austri (20-623) og telst vera hinn álitlegasti kynbótagripur, samkvæmt lýsingu Eyþórs Einars­sonar ráðgjafa sem birtist á vef RML.

Samkvæmt nýjustu niðurstöðum eru því T137 gripirnir orðnir 17; átta á Stóru-Hámundarstöðum, sex á Sveins­stöðum í Austur-Húnavatnssýslu og þrjár kindur á Straumi í Hróarstungu.

Átti öflugasta sláturlambahópinn

Á vef RML segir Eyþór um Austra að hann sé „sá hrútur sem átti hvað öflugasta sláturlambahópinn sl. haust á búinu. Hann átti um 60 afkvæmi með sláturupplýsingar og hlutu þau að jafnaði 10,7 fyrir gerð og 5,7 fyrir fitu við 17,5 kg fallþunga. Faðir Austra er sæðingastöðvahrúturinn Amor 17-831 frá Snartarstöðum, en ekki kemur T137 frá honum.

Móðurættin er frá Stóru-Hámundarstöðum í grunninn en er aðeins blönduð með hrútum af sæðingastöðvunum. Það er þó bara einn stöðvahrútur sem kemur fyrir í fyrstu fjórum ættliðunum í móðurætt Austra en það er Myrkvi 10-905 frá Brúnastöðum sem er MFF. Amma Austra er ein af betri afurðakindum búsins og er með 119 stig fyrir mjólkurlagni.

Kynbótamat Austra er: 120 (gerð) – 112 (fita) – 103 (frjósemi) – 104 (mjólkurlagni),“ segir Eyþór á vef RML.

Niðurstöður liggja nú fyrir úr um sex þúsund sýnum. Heildarfjöldi kinda sem stendur til að greina í gegnum verkefnið er um 25 þúsund frá um 500 sauðfjárbúum.

Alls komnir fram 14 ARR-gripir og allir á Þernunesi

ARR-arfgerðin hefur eingöngu fundist í Þernunesi fram til þessa. Eyþór segir þann 5. apríl á vef RML að markvisst hafi verið farið í gegnum hjörðina í leit að fleiri gripum.
„Í gær bárust niðurstöður úr greiningum á 136 sýnum frá búinu. Í hópnum fundust 5 nýir ARR gripir, allt ær. Þá eru ARR kindurnar orðnar 14 í það heila á búinu,“ segir hann.
Áhættuarfgerðin fannst í í 202 kindum á riðusvæðum

Í fyrstu niðurstöðunum, frá bæjum í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu, fannst áhættu arfgerðin VRQ í 202 kindum, eða 7,7 prósenta gripanna.

Fimm ær voru arfhreinar um þessa arfgerð sem telst næm gagnvart riðusmiti og því óæskilegt fé á riðusvæðum.

Arfgerðin C151 er mögulega talin verndandi í arfhreinu ástandi og úr fyrstu niðurstöðunum fundust 30 kindur með hana á 12 búum, en allar voru þær arfblendnar.

Að sögn Eyþórs munu niðurstöður berast hraðar á næstunni. 

Kindin 20-006 frá Höfða í Grýtubakkahreppi er ein af 30 kindum úr fyrstu niður- stöðum með arfgerðina C151, sem gæti verið verndandi í arfhreinu ástandi.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...