Hægt að innleiða ARR hratt án þess að stofna stofninum í hættu
Búið er að birta lokaskýrslu verkefnisins „Ræktun gegn riðu - Áhrif mismunandi leiða við innleiðingu verndandi arfgerða metin með slembihermunum“ á heimasíðu RML.
Búið er að birta lokaskýrslu verkefnisins „Ræktun gegn riðu - Áhrif mismunandi leiða við innleiðingu verndandi arfgerða metin með slembihermunum“ á heimasíðu RML.
Arfgerðargreiningar á príonpróteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) miða rannsóknirnar að því að leita að verndandi arfgerðum og gera átak í ræktun fyrir þolnari stofnum gegn riðuveiki.
Greining sýna í átaksverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í arfgerðargreiningum í sauðfé er nú í fullum gangi, en um stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi er að ræða. Í síðustu niðurstöðum hafa komið fram fimm ARR-kindur á Þernunesi á Reyðarfirði og átta T137-gripir á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd.
Áfram finnast kindur með arfgerð sem er talin verndandi gegn riðu í sauðfé. Fyrir skemmstu fundust þrjár til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137, við þær sex sem hafa áður fundist.
Niðurstöður bárust um helgina úr sýnatökum í Þernunesi þar sem leitað var að ARR-arfgerðinni, sem er verndandi gegn riðu í sauðfé. Þrjár ær fundust með arfgerðina af þeim 95 sýnum sem tekin voru að þessu sinni, tvær eru hyrndar og eru þær fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með arfgerðina hér á landi.
Eftir að hin viðurkennda verndandi arfgerð ARR, gegn riðu í sauðfé, fannst í sex einstaklingum í Þernunesi í Reyðarfirði var hafist handa við að reyna að finna hvaðan arfgerðin hefði borist í Þernunes. Var strax horft til Kambs í Reykhólasveit, en þaðan kom kindin Njála sem er formóðir allra sex gripanna. Nýlega varð hins vegar ljóst að arfgerðin v...