Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hyrndu ærnar Friðsemd og Sæný.
Hyrndu ærnar Friðsemd og Sæný.
Mynd / Steinn Björnsson
Fréttir 22. febrúar 2022

Þrjár ær til viðbótar með ARR arfgerðina í Þernunesi

Höfundur: smh

Niðurstöður bárust um helgina úr sýnatökum í Þernunesi þar sem leitað var að ARR-arfgerðinni, sem er verndandi gegn riðu í sauðfé. Þrjár ær fundust með arfgerðina af þeim 95 sýnum sem tekin voru að þessu sinni, tvær eru hyrndar og eru þær fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með arfgerðina hér á landi.

Samtals hafa því níu kindur fundist með arfgerðina í Þernunesi, en í öllum tilvikum eru þær arfblendnar með arfgerðina. Áfram verður haldið að greina hjörðina á bænum. 

Hyrndu ærnar fjarskyldar hinum 

Í umfjöllun Eyþórs Einarssonar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins kemur fram að í síðustu sýnatöku í Þernunesi hafi elstu árgangarnir verið teknir fyrir; allar ær fæddar 2014 og eldri, auk allra hrúta og valdar ær sem tengdust þeim sem áður höfðu verið greindar með ARR. Hyrndu ærnar sem nú finnast með arfgerðina eru fremur fjarskyldar hinum sem áður fundust og engin þessara þriggja kinda er tengd Njálu frá Kambi, sem er formóðir allra hinna sex einstaklinganna. 

Myndir / Steinn Björnsson

Kindurnar sem fundust með argerðina um helgina eru eftirfarandi: 
  • Friðsemd 14-431, hvít, hyrnd. Faðir Botni 13-026 frá Þernunesi og móðir Sólfríð 12-256, Þernunesi.
  • Sæný 14-480, hvít, hyrnd. Faðir Njörður 12-019 frá Þernunesi og móðir Sæunn 09-919, Þernunesi.
  • Móða 16-658, grámórauð, kollótt. Faðir Júlíus 15-003 frá Þernunesi og móðir Grákolla 13-366, Þernunesi.
Fyrstu sýnin úr arfgerðargreiningunum farin í greiningu

Eyþór segir að haldið verði áfram að kortleggja ARR-arfgerðina í Þernunesi. „Þá er í gangi umfangsmikið átaksverkefni á vegum RML í arfgerðargreiningum og á næstu vikum og mánuðum verða tekin sýni úr meira en 20.000 kindum vítt og breytt um landið. Fyrstu sýni úr því verkefni eru farin í greiningu en engar niðurstöður liggja fyrir. Þegar sú sýnataka verður afstaðin ætti að fást ágæt mynd á það hversu ARR arfgerðin er útbreydd í stofninum – eða hvort Þernunes sé eina uppsprettan,“ segir Eyþór. 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...