Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hyrndu ærnar Friðsemd og Sæný.
Hyrndu ærnar Friðsemd og Sæný.
Mynd / Steinn Björnsson
Fréttir 22. febrúar 2022

Þrjár ær til viðbótar með ARR arfgerðina í Þernunesi

Höfundur: smh

Niðurstöður bárust um helgina úr sýnatökum í Þernunesi þar sem leitað var að ARR-arfgerðinni, sem er verndandi gegn riðu í sauðfé. Þrjár ær fundust með arfgerðina af þeim 95 sýnum sem tekin voru að þessu sinni, tvær eru hyrndar og eru þær fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með arfgerðina hér á landi.

Samtals hafa því níu kindur fundist með arfgerðina í Þernunesi, en í öllum tilvikum eru þær arfblendnar með arfgerðina. Áfram verður haldið að greina hjörðina á bænum. 

Hyrndu ærnar fjarskyldar hinum 

Í umfjöllun Eyþórs Einarssonar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins kemur fram að í síðustu sýnatöku í Þernunesi hafi elstu árgangarnir verið teknir fyrir; allar ær fæddar 2014 og eldri, auk allra hrúta og valdar ær sem tengdust þeim sem áður höfðu verið greindar með ARR. Hyrndu ærnar sem nú finnast með arfgerðina eru fremur fjarskyldar hinum sem áður fundust og engin þessara þriggja kinda er tengd Njálu frá Kambi, sem er formóðir allra hinna sex einstaklinganna. 

Myndir / Steinn Björnsson

Kindurnar sem fundust með argerðina um helgina eru eftirfarandi: 
  • Friðsemd 14-431, hvít, hyrnd. Faðir Botni 13-026 frá Þernunesi og móðir Sólfríð 12-256, Þernunesi.
  • Sæný 14-480, hvít, hyrnd. Faðir Njörður 12-019 frá Þernunesi og móðir Sæunn 09-919, Þernunesi.
  • Móða 16-658, grámórauð, kollótt. Faðir Júlíus 15-003 frá Þernunesi og móðir Grákolla 13-366, Þernunesi.
Fyrstu sýnin úr arfgerðargreiningunum farin í greiningu

Eyþór segir að haldið verði áfram að kortleggja ARR-arfgerðina í Þernunesi. „Þá er í gangi umfangsmikið átaksverkefni á vegum RML í arfgerðargreiningum og á næstu vikum og mánuðum verða tekin sýni úr meira en 20.000 kindum vítt og breytt um landið. Fyrstu sýni úr því verkefni eru farin í greiningu en engar niðurstöður liggja fyrir. Þegar sú sýnataka verður afstaðin ætti að fást ágæt mynd á það hversu ARR arfgerðin er útbreydd í stofninum – eða hvort Þernunes sé eina uppsprettan,“ segir Eyþór. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...