Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þernunes í Reyðarfirði.
Þernunes í Reyðarfirði.
Fréttir 8. febrúar 2022

ARR-arfgerðin fannst ekki á Kambi

Höfundur: smh

Eftir að hin viðurkennda verndandi arfgerð ARR, gegn riðu í sauðfé, fannst í sex einstaklingum í Þernunesi í Reyðarfirði var hafist handa við að reyna að finna hvaðan arfgerðin hefði borist í Þernunes. Var strax horft til Kambs í Reykhólasveit, en þaðan kom kindin Njála sem er formóðir allra sex gripanna. Nýlega varð hins vegar ljóst að arfgerðin væri ekki þaðan komin, þar sem hún fannst ekki í þeim 45 sýnum sem tekin voru þar á bæ úr þeim einstaklingum sem skyldastir voru Njálu.

Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur greinir frá þessum tíðindum á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og segir að þegar þetta varð ljóst hafi verið ákveðið að snúa sér aftur að Þernunesi og voru 95 sýni tekin þar 2. febrúar sem nú eru í greiningu.

Fimm hundruð bændur og 34 þúsund kindur

Þá segir Eyþór að samhliða sé átaksverkefnið um arfgerðargreiningar farið af stað, sem sé það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. Um 500 bændur hafa sótt um að taka þátt í verkefninu fyrir rúmlega 34 þúsund kindur, þar sem leitað verður að arfgerðum sem geta mögulega talist verndandi gegn riðu.

Því er útlit fyrir að á næstu vikum og mánuðum muni skýrast hvaðan ARR-arfgerðin kemur og hversu útbreidd hún er í stofninum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...