Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137
Mynd / RML
Fréttir 8. mars 2022

Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137

Höfundur: smh

Áfram finnast kindur með arfgerð sem er talin verndandi gegn riðu í sauðfé. Fyrir skemmstu fundust þrjár til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137, við þær sex sem hafa áður fundist.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), greinir frá tíðindunum á vef RML. Hann segir þar að þar með sé vitað um níu lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu.

Áhugaverð fjarskyld Sveinsstaðakind

„Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina. Þriðja kindin er hins vegar fremur fjarskyld, sem er áhugavert og jafnframt mjög jákvætt að finna fleiri ættarlínur sem með T137,“ segir Eyþór.

Eftirfarandi kindur fundust nú með T137 og hér fylgja upplýsingar Eyþórs um forelda þeirra:

  • Tombóla 15-115 F: Stæltur 14-702 frá Sveinsstöðum M: 08-821 frá Sveinsstöðum
  • Trygglind 17-107 F: Skratti 16-733 frá Sveinsstöðum M: Tignarleg 14-010 frá Sveinsstöðum (Ber T137).
  • Tara 20-059 F: Kristján 18-711 frá Sveinsstöðum M: 17-107 Trygglind frá Sveinsstöðum (Ber T137)

Samhliða leitinni að T137 er einnig leitað að ARR-arfgerðinni, sem er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð. Níu kindur hafa fundist með þá arfgerð og allar í Þernunesi í Reyðarfirði.

Vonast er til að fleiri kindur finnist með þessar arfgerðir, þegar fleiri niðurstöður fara að berast úr átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á íslensku sauðfé sem stendur nú yfir og er það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...