Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Arfgerðargreiningar á príonpróteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) miða rannsóknirnar að því að leita að verndandi arfgerðum og gera átak í ræktun fyrir þolnari stofnum gegn riðuveiki.