Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ærnar Trú og Tryggð (arfgerð T137) frá Sveinsstöðum með Karólínu Elísabetardóttur.
Ærnar Trú og Tryggð (arfgerð T137) frá Sveinsstöðum með Karólínu Elísabetardóttur.
Mynd / Inga Sóley Jónsdóttir
Fréttir 21. desember 2021

Enn leitað að verndandi arfgerðum

Höfundur: smh

Fjölþjóðlegt riðurannsóknarverkefni stendur nú yfir á Íslandi síðan í vor, í samstarfi íslenskra bænda og fjölþjóðlegra vísindamanna – eins og greint hefur verið áður frá í blaðinu. Markmið þess er að reyna að finna tilteknar verndandi arfgerðir í sauðfé sem hægt væri að nota til að rækta upp ónæmt sauðfé gagnvart riðu. Strax í upphafi verkefnisins fundust tvær kindur með svokallaðan breytileika T137 sem hefur reynst sterkt verndandi á Ítalíu – þetta gaf góð fyrirheit um framhaldið. Síðan hefur þessi breytileiki ekki fundist en ýmsar aðrar áhugaverðar niðurstöður hafa fengist í verkefninu, meðal annars 11 kindur með arfgerðina C151 sem vísbendingar eru um að hafi verndandi áhrif.

Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hefur haldið utan um verkefnið í samstarfi við vísindamenn úr fimm Evrópulöndum með aðkomu Stefaníu Þorgeirsdóttur, riðusérfræðings á Keldum, og Eyþórs Einarssonar, ráðunautar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hún segir að enn hafi ekki fundist fleiri sýni með þessum breytileika, en sýnatakan og raðgreiningin úr lifandi kindum um landið allt hafi gengið vonum framar. „Meira að segja hafa nokkrir bændur látið raðgreina kindur á eigin kostnað og samþykkt notkun niðurstaðna. Á þennan hátt hefur verið hægt að senda fleiri en 2.400 sýni í raðgreiningu til þessa og niðurstöður liggja þegar fyrir úr fleiri en 1.800 lifandi kindum.“

Kindum með arfgerðina fækkaði með niðurskurði

Það sem kom mest á óvart, að sögn Karólínu, er að breytileikunum í príonpróteininu (sem segir til um næmi kinda fyrir smiti) er hægt að skipta í tvo flokka. Annars vegar eru til þeir sem finnast auðveldlega í venjulegum stikkprufum (á milli 10 og 30 úr hverri hjörð), og þeir sem eru með upprunalega ástand príonpróteinsins (arfgerðin ARQ án breytileika) sem er til staðar í 70 til 90 prósenta tilvika þessa flokks. Í hinum flokknum eru þeir breytileikar sem eru svo sjaldgæfir að mjög tilviljunarkennt er að finna þá, eins og T137, C151 og R231R+L237L, sem er tvöfaldur breytileiki og hefur ekki verið rannsakaður til þessa.

„Einnig er ljóst að bæði hjarðir og svæði, ekki síst líflambasölusvæði, geta verið mjög ólík varðandi hlutföll breytileikanna. Á Ströndum til dæmis, þar sem næstum allt fé er kollótt, hafa fundist allir breytileikar nema T137, á meðan norðausturhornið – þar sem fé er svo til allt hyrnt – virðist eingöngu búa yfir algengustu breytileikunum. Einnig kom í ljós að með niðurskurði riðuhjarða hurfu greinilega hjarðir sem höfðu breytileikann T137. Í kringum 1999 fannst hann í 2,8 prósent kindanna á riðusvæðum, en meðal þessara 1.841 lífandi kinda sem er búið að raðgreina í ár eru bara tvær með T137,“ segir Karólína.

– Meira um fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á blaðsíðu 66 í nýjasta Bændablaðinu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...