Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldinn hátíðlegur.

Fjöldi fólks kom saman í Rangárhöllinni við Hellu með lömb til að láta dæma þau og meta og raða til verðlauna. Mikið var af glæsilegum gripum á sýningunni og einkunnir eftir því háar.

Keppt var um bestu kollóttu gimbrina og bestu hyrndu gimbrina, besta kollótta hrútinn og besta hyrnda hrútinn og síðan völdu áhorfendur litfegursta lamb sýningarinnar. Veitt voru verðlaun fyrir bestu fimm vetra ær, besta veturgamla hrút og ræktunarbú ársins 2023 og voru flest verðlaunin málaðir plattar eftir Gunnhildi Jónsdóttur, en nokkrir þeirra eru farandgripir.

Efsti kollótti hrúturinn kom frá Sólvöllum, nr. 4060. Hann var með 38 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hann heldur ræktandinn og eigandinn; Hanna Valdís Guðjónsdóttir.

Efsta hyrnda gimbrin kom einnig frá Teigi, nr. 767. Hún var með 43 mm bakvöðva og 20,0 fyrir læri. Tómas heldur í gimbrina, en á verðlaununum heldur Jens Heiðar Guðnason frá Teigi.

Efsti hyrndi hrúturinn kom frá Hreiðri, nr 4267. Hann var með 44 mm bakvöðva og 19,5 fyrir læri. Hjalti Sigurðsson, ræktandi og eigandi, heldur í hrútinn.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...