Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldinn hátíðlegur.

Fjöldi fólks kom saman í Rangárhöllinni við Hellu með lömb til að láta dæma þau og meta og raða til verðlauna. Mikið var af glæsilegum gripum á sýningunni og einkunnir eftir því háar.

Keppt var um bestu kollóttu gimbrina og bestu hyrndu gimbrina, besta kollótta hrútinn og besta hyrnda hrútinn og síðan völdu áhorfendur litfegursta lamb sýningarinnar. Veitt voru verðlaun fyrir bestu fimm vetra ær, besta veturgamla hrút og ræktunarbú ársins 2023 og voru flest verðlaunin málaðir plattar eftir Gunnhildi Jónsdóttur, en nokkrir þeirra eru farandgripir.

Efsti kollótti hrúturinn kom frá Sólvöllum, nr. 4060. Hann var með 38 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hann heldur ræktandinn og eigandinn; Hanna Valdís Guðjónsdóttir.

Efsta hyrnda gimbrin kom einnig frá Teigi, nr. 767. Hún var með 43 mm bakvöðva og 20,0 fyrir læri. Tómas heldur í gimbrina, en á verðlaununum heldur Jens Heiðar Guðnason frá Teigi.

Efsti hyrndi hrúturinn kom frá Hreiðri, nr 4267. Hann var með 44 mm bakvöðva og 19,5 fyrir læri. Hjalti Sigurðsson, ræktandi og eigandi, heldur í hrútinn.

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Heilar 145 geita hafa verið rannsakaðir en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...