Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldinn hátíðlegur.

Fjöldi fólks kom saman í Rangárhöllinni við Hellu með lömb til að láta dæma þau og meta og raða til verðlauna. Mikið var af glæsilegum gripum á sýningunni og einkunnir eftir því háar.

Keppt var um bestu kollóttu gimbrina og bestu hyrndu gimbrina, besta kollótta hrútinn og besta hyrnda hrútinn og síðan völdu áhorfendur litfegursta lamb sýningarinnar. Veitt voru verðlaun fyrir bestu fimm vetra ær, besta veturgamla hrút og ræktunarbú ársins 2023 og voru flest verðlaunin málaðir plattar eftir Gunnhildi Jónsdóttur, en nokkrir þeirra eru farandgripir.

Efsti kollótti hrúturinn kom frá Sólvöllum, nr. 4060. Hann var með 38 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hann heldur ræktandinn og eigandinn; Hanna Valdís Guðjónsdóttir.

Efsta hyrnda gimbrin kom einnig frá Teigi, nr. 767. Hún var með 43 mm bakvöðva og 20,0 fyrir læri. Tómas heldur í gimbrina, en á verðlaununum heldur Jens Heiðar Guðnason frá Teigi.

Efsti hyrndi hrúturinn kom frá Hreiðri, nr 4267. Hann var með 44 mm bakvöðva og 19,5 fyrir læri. Hjalti Sigurðsson, ræktandi og eigandi, heldur í hrútinn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...