Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldinn hátíðlegur.

Fjöldi fólks kom saman í Rangárhöllinni við Hellu með lömb til að láta dæma þau og meta og raða til verðlauna. Mikið var af glæsilegum gripum á sýningunni og einkunnir eftir því háar.

Keppt var um bestu kollóttu gimbrina og bestu hyrndu gimbrina, besta kollótta hrútinn og besta hyrnda hrútinn og síðan völdu áhorfendur litfegursta lamb sýningarinnar. Veitt voru verðlaun fyrir bestu fimm vetra ær, besta veturgamla hrút og ræktunarbú ársins 2023 og voru flest verðlaunin málaðir plattar eftir Gunnhildi Jónsdóttur, en nokkrir þeirra eru farandgripir.

Efsti kollótti hrúturinn kom frá Sólvöllum, nr. 4060. Hann var með 38 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hann heldur ræktandinn og eigandinn; Hanna Valdís Guðjónsdóttir.

Efsta hyrnda gimbrin kom einnig frá Teigi, nr. 767. Hún var með 43 mm bakvöðva og 20,0 fyrir læri. Tómas heldur í gimbrina, en á verðlaununum heldur Jens Heiðar Guðnason frá Teigi.

Efsti hyrndi hrúturinn kom frá Hreiðri, nr 4267. Hann var með 44 mm bakvöðva og 19,5 fyrir læri. Hjalti Sigurðsson, ræktandi og eigandi, heldur í hrútinn.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...