Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og 19. október undir yfirskriftinni BragðaGarður.

Fyrri daginn var lögð sérstök áhersla á fræðslu og voru haldnar vinnustofur miðaðar við ungmenni á aldrinum 16–20 ára. Á seinni deginum voru fyrirlestrar og umræður um hringrásarhagkerfi matvæla, upprunamerkt lambakjöt, sveppi og villtar og ræktaðar nytjajurtir.

Ægir Friðriksson matreiðslumeistari sá um diskósúpugerðina.
Fræðsla um mat og matartengd málefni

Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskóla Kópavogs fræddu jafnaldra sína á föstudeginum um mat og matartengd málefni ásamt kennurum og meðlimum úr Slow Food Reykjavík-samtökunum.

Því næst var diskósúpa borin á borð, til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni.

Engin uppskrift að diskósúpunni

Gerð diskósúpu hefur verið reglulegur viðburður hjá Slow Food Reykjavík á liðnum árum. Að þessu sinni var það Ægir Friðriksson, matreiðslumeistari og kennari við Hótel- og matvælaskólann, sem hafði veg og vanda að súpugerðinni.

„Við vorum með fræðsludagskrá í morgun fyrir skólakrakka og svo tók diskósúpan við. Hráefnið sem við notuðum í súpuna var frá ýmsum birgjum sem voru með hráefni og vörur sem þeir töldu sig ekki geta selt – og var í raun á leið í ruslagáminn ef við hefðum ekki komið og bjargað því.

Uppskriftin er í raun ekki til, því hún stjórnast af því sem er í boði. Við erum líka að vekja athygli á því að hráefni getur verið gott þótt það eigi ekki marga lífdaga eftir,“ segir Ægir.

Á laugardeginum var svo einnig haldinn matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Diskósúpugerð er reglulegur viðburður hjá Slow Food.

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Heilar 145 geita hafa verið rannsakaðir en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...