Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, og hópur nemenda úr Hótel- og matvælaskólanum.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og 19. október undir yfirskriftinni BragðaGarður.

Fyrri daginn var lögð sérstök áhersla á fræðslu og voru haldnar vinnustofur miðaðar við ungmenni á aldrinum 16–20 ára. Á seinni deginum voru fyrirlestrar og umræður um hringrásarhagkerfi matvæla, upprunamerkt lambakjöt, sveppi og villtar og ræktaðar nytjajurtir.

Ægir Friðriksson matreiðslumeistari sá um diskósúpugerðina.
Fræðsla um mat og matartengd málefni

Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskóla Kópavogs fræddu jafnaldra sína á föstudeginum um mat og matartengd málefni ásamt kennurum og meðlimum úr Slow Food Reykjavík-samtökunum.

Því næst var diskósúpa borin á borð, til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni.

Engin uppskrift að diskósúpunni

Gerð diskósúpu hefur verið reglulegur viðburður hjá Slow Food Reykjavík á liðnum árum. Að þessu sinni var það Ægir Friðriksson, matreiðslumeistari og kennari við Hótel- og matvælaskólann, sem hafði veg og vanda að súpugerðinni.

„Við vorum með fræðsludagskrá í morgun fyrir skólakrakka og svo tók diskósúpan við. Hráefnið sem við notuðum í súpuna var frá ýmsum birgjum sem voru með hráefni og vörur sem þeir töldu sig ekki geta selt – og var í raun á leið í ruslagáminn ef við hefðum ekki komið og bjargað því.

Uppskriftin er í raun ekki til, því hún stjórnast af því sem er í boði. Við erum líka að vekja athygli á því að hráefni getur verið gott þótt það eigi ekki marga lífdaga eftir,“ segir Ægir.

Á laugardeginum var svo einnig haldinn matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Diskósúpugerð er reglulegur viðburður hjá Slow Food.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...