Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Mikið hefur rignt í Englandi undanfarin misseri og bændur eru víða í vandræðum.
Mikið hefur rignt í Englandi undanfarin misseri og bændur eru víða í vandræðum.
Mynd / Gosia K.
Utan úr heimi 23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hjálparbeiðnir frá bændum í Lincolnshire í Englandi hafa margfaldast frá því sem var.

Forsvarsmenn hjálparsíma bænda í Lincolnshire í Englandi, Lincolnshire Rural Support Network (LRSN), hafa greint frá því að 96% aukning hafi orðið í símtölum frá bændum undanfarin tvö ár. The Scottish Farmer greinir frá.

Hjálparlínan er rekin af góðgerðarsamtökum á svæðinu og segja þau að rekja megi aukninguna til fjölbreyttra og erfiðra áskorana sem bændur hafi staðið frammi fyrir undanfarið, ekki síst vegna mikillar rigningartíðar í sumar sem leið. Fjöldi bænda varð fyrir tjóni í storminum Henk fyrr á þessu ári, sem og í óveðrinu Babet í fyrra.

Segja LRSN að þegar lífsviðurværi bænda velti mjög á hlutum sem þeir hafi enga stjórn á geti það verið þeim mjög erfitt. Þá reki hver áskorunin aðra og fólk sé hreinlega uppgefið.

Samkvæmt LRSN fékk hjálparlínan 174 símtöl árið 2023 og veitti 348 manns svokallaðan einstaklingsstuðning.

Símaþjónustan er mönnuð af sjálfboðaliðum og hefur verið rekin í tuttugu og fimm ár.

Bændur á svæðinu segjast enn bíða eftir fjárhagslegum stuðningi sem ríkisstjórnin lofaði þeim en sérstakur sjóður, The Farm Recovery Fund, hafði verið stofnaður í þágu bænda sem verða fyrir skemmdum á landi. Sumarið þetta árið bætti ekki úr skák og kvarta bændur sáran undan því að bleytutíðin hafi komið í veg fyrir að uppskeran þroskaðist á tilsettum tíma þannig að mæta mætti eftirspurn eftir afurðum.

Hjálparlína bænda í Lincolnshire býst þannig enn við stigvaxandi fjölda símtala þar sem bændur geta orðað vandkvæði sín, fengið hvatningu og aðstoð.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...