Gamalt kaupfélagsgóss
Í gömlu verslunarhúsi á Breiðdalsvík, Kaupfjelaginu, er lítil matvöru- og gjafavöruverslun, ásamt notalegu kaffihúsi þar sem meðal annars fæst óskaplega góð gulrótarkaka. Þarna hafa verið nokkrar búðir gegnum tíðina og gengið á með skini og skúrum í verslunarrekstrinum. Við tiltekt fyrir um áratug fannst alls konar dót á háaloftinu, svo sem sláturhússföt, skór og gamlir verðlistar frá Sambandinu sem sýndu hvert vöruverð var áratugum. Í efstu hillum Kaupfjelagsins má líta gamlar vörur sem voru til sölu um miðja síðustu öld eða svo. Eflaust yljar það einhverjum um hjartarætur að sjá ýmislegt sem áður var til á hverjum bæ en hefur orðið nútímanum, þeirri skrítnu skepnu, að bráð.