Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Gróa Jóhannsdóttir.
Gróa Jóhannsdóttir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska til Kaupfélags Skagfirðinga, með þeim fyrirvara að hver og einn hluthafi fái að taka afstöðu með því að samþykkja eða hafna sölu á sínum hlut.

Í Búsæld eru 464 núverandi og fyrrverandi bændur á Norður- og Austurlandi. Gróa Jóhannsdóttir, sauðfjárbóndi á Hlíðarenda 1 í Breiðdal og stjórnarformaður Búsældar, segir að fljótlega verði boðað til félagsfundar þar sem kauptilboð Kaupfélags Skagfirðinga verður tekið fyrir.

„Óskir bænda eru þær að með þessum kaupum skapist enn betri skilyrði til að greiða bændum betra afurðaverð.

Tíminn verður hins vegar að leiða það í ljós hvort það raungerist. Rekstur sláturhúsa er rosalega sveiflukenndur og margir óvissuþættir varðandi afkomuna í þessum kjötgreinum – til dæmis bara fjöldi ferðafólks hér á Íslandi,“ segir Gróa.

„Afurðaverð hefur verið heldur á uppleið á síðustu árum eftir mikla dýfu áranna 2016 og 2017. Við skulum vona að öll þessi hagræðing hafi í för með sér kjarabætur fyrir okkur bændur og neytendur. Til þess var nú leikurinn gerður með þessum breytingum á búvörulögum í vor þegar kjötafurðastöðvum var veitt undanþága frá samkeppnislögum til að sameinast,“ heldur Gróa áfram. Spurð um þá fákeppni sem skapist nú á Norður- og Austurlandi með sameiningu stórra kjötafurðastöðva, segir Gróa að auðvitað hafi hún áhyggjur af því. „En varðandi kjötvörumarkaðinn horfir maður svolítið á þetta þannig að samkeppnin hefur fyrst og fremst verið utanlands frá.“

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...