Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Mynd / mar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn matvælaráðherra.

Bjarki er fæddur árið 1989 og alinn upp á Stykkishólmi. Hann var sjálfstæður atvinnurekandi í matvælageiranum á árunum 2013 til 2018 þar sem hann rak meðal annars pitsustað og matarvagn. Bjarki útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2019. Hann var kosningastjóri hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árin 2017 og 2021. Enn fremur var hann skrifstofustjóri á flokksskrifstofu VG árin 2019 til 2020. Þá var hann starfsmaður þingflokks VG frá 2020 þangað til hann fylgdi Bjarkeyju í matvælaráðuneytið í vor.

Pálína er fædd árið 1991 og ólst upp á Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum árið 2011. Þá útskrifaðist hún með BSc.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og MSc.-gráðu í félagssálfræði árið 2019. Á árunum 2020 til 2022 starfaði hún sem sérkennslustýra og vann hún sem ráðgjafi hjá Attendus frá 2023 til 2024. Pálína hefur frá árinu 2015 haldið úti Instagram- reikningnum @farmlifeiceland þar sem hún gefur innsýn í dagleg störf á sauðfjárbúi. Þar er hún með rúmlega tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur.

Landsmót hestamanna 2024
Fréttir 28. júní 2024

Landsmót hestamanna 2024

Landsmót hestamanna hefst á mánudag í Víðidal í Reykjavík. Ef frammistaða hrossa...

Samvinna bænda
Fréttir 28. júní 2024

Samvinna bænda

Bændur á starfssvæði Búnaðarsambandsins í Suður-Þingeyjarsýslu sameinuðust um áb...

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að ...

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks
Fréttir 27. júní 2024

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks

Úthlutun fyrsta fjárfestingastuðnings í kornrækt er gagnrýnd, m.a. fyrir að drei...

Léttur andi á Landsmóti
Fréttir 27. júní 2024

Léttur andi á Landsmóti

Þúsundir manna safnast saman annað hvert ár til að fagna íslenska hestinum á Lan...

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 27. júní 2024

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu

Þann 11. júní var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu veg...

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðar...

Hundrað ný störf í Hornafirði
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þa...