Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Mynd / mar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn matvælaráðherra.

Bjarki er fæddur árið 1989 og alinn upp á Stykkishólmi. Hann var sjálfstæður atvinnurekandi í matvælageiranum á árunum 2013 til 2018 þar sem hann rak meðal annars pitsustað og matarvagn. Bjarki útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2019. Hann var kosningastjóri hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árin 2017 og 2021. Enn fremur var hann skrifstofustjóri á flokksskrifstofu VG árin 2019 til 2020. Þá var hann starfsmaður þingflokks VG frá 2020 þangað til hann fylgdi Bjarkeyju í matvælaráðuneytið í vor.

Pálína er fædd árið 1991 og ólst upp á Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum árið 2011. Þá útskrifaðist hún með BSc.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og MSc.-gráðu í félagssálfræði árið 2019. Á árunum 2020 til 2022 starfaði hún sem sérkennslustýra og vann hún sem ráðgjafi hjá Attendus frá 2023 til 2024. Pálína hefur frá árinu 2015 haldið úti Instagram- reikningnum @farmlifeiceland þar sem hún gefur innsýn í dagleg störf á sauðfjárbúi. Þar er hún með rúmlega tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...