Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október 2024. Ullarvikan er haldin á ýmsum stöðum á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðal miðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg.

Hér birtist fyrsta uppskriftin sem er tengd við Ullarviku og heitir Hölluklútur, hönnun Maju Siska fyrir Ullarvikuna. Innblástur að þessum litla klút er kominn frá Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta okkar, en hún skartaði oft fallegum klútum í aðdraganda kosninga. Þessi litli prjónaði klútur með hekluðum skrautkanti er fljótgerður og hver sem eitthvað kann í prjóni getur spreytt sig á honum. Að auki er hann mjög hlýr að hafa um hálsinn og í kvefi næsta vetrar getur hann komið sér vel. Hægt er að prjóna hann úr nánast hvaða fíngerða bandi sem er, sjá uppskrift.

Allar upplýsingar um Ullarviku er að finna á vefsíðunni www.ullarvikan.is

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...