Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Föngulegur hópur nemenda í blómaskreytingum.
Föngulegur hópur nemenda í blómaskreytingum.
Mynd / Garðyrkjuskólinn á Reykjum
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á dögunum.

Heidi Mikkonen blómahönnuður.

Sænski blómaskreytirinn og blómahönnuðurinn Heidi Mikkonen kom til Íslands dagana 8.–13 apríl sl. og var með tvö námskeið á Reykjum. Annað þeirra var ætlað nemendum blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskólans og hitt fyrir fagfólk í blómaskreytingum.

Heidi vinnur mikið með efni úr náttúrunni og nærumhverfi og leggur áherslu á að skreytingar séu umhverfisvænar og með lágt kolefnisspor. Þær Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, námsbrautarstjóri blómaskreytingabrautar og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytingakennari, af kunnugum kallaðar Blómdís og Jóndís, voru Heidi til aðstoðar.

„Heidi var sérlega ánægð með það úrval sem íslenskir blómabændur rækta í gróðurhúsum sínum og ekki spillti gleðinni hjá henni þegar blómabændurnir Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir á Espiflöt litu inn til að forvitnast um það hvernig verið væri að vinna með blómin sem þau framleiða.

Þátttakendur á námskeiðunum nýttu sér útisvæði Garðyrkjuskólans í efnisöflun og nálguðust þar greinar og sinu sem fengu ný hlutverk í blómaskreytingunum. Að auki nýttist vel efniviður úr Bananahúsinu og voru visin laufblöð einna vinsælust í skreytingarnar. Það er mikil innspýting fyrir blómaskreytingafagið að fá erlenda kennara til landsins með ferska strauma og hugmyndir sem kveikja á ímyndunaraflinu og efla og styrkja fagið“, segir í tilkynningu sem barst frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

Gullfallegur afrakstur námskeiða í blómaskreytingum.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...