Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sefgoði
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einungis einn fugl af goðaættinni sem verpir á Íslandi og er það flórgoði. Það eru nokkrar aðrar tegundir af goðum sem finnast í Evrópu en þeir eru allir fremur sjaldgæfir flækingar hér á Íslandi en af þeim goðum sem hingað flækjast er sefgoði líklega algengastur. Goðar eru margir hverjir nokkuð litskrúðugir þegar þeir fara í sumarbúning en sefgoðinn sem er á myndinni er í vetrarbúning sem er nokkuð minna áberandi. Goðar eru sundfuglar sem sækja í strandir, vötn og mýrar. Þeir kafa mikið eftir smáfiskum, hornsílum eða litlum krabbadýrum.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...