Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Starfsmenn Straumrásar, þeir (f.v.) Rúnar, Dóri, Binni, Guðni, Tóti og Hinni. „Sem sjá má erum við allir búnir að taka baksíðuauglýsingu Bændablaðsins á orðinu og maka á okkur fegurðarkremi og þar með orðnir alveg „ljómandi eins og best við getum“.
Starfsmenn Straumrásar, þeir (f.v.) Rúnar, Dóri, Binni, Guðni, Tóti og Hinni. „Sem sjá má erum við allir búnir að taka baksíðuauglýsingu Bændablaðsins á orðinu og maka á okkur fegurðarkremi og þar með orðnir alveg „ljómandi eins og best við getum“.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal lesenda.

Samkvæmt nýjustu lestrarmælingum Gallup er Bændablaðið nú mest lesni prentmiðill landsins. Yngri lesendum hefur fjölgað hratt að undanförnu og öðlaðist blaðið óvænt hlutverk í menningarsögunni þegar það birtist nýlega í tónlistarmyndbandi hjá rapphljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Tryggustu lesendur blaðsins hafa þó ávallt sem endranær verið fólk með sterk tengsl við landbúnað, atvinnugrein sem leiðir af sér þúsundir afleiddra starfa. Þar má nefna störf við fullvinnslu búvara, byggingu og viðhald innviða, hin fjölbreyttu störf tengd landbúnaðartækjum og kaup og sölu á aðföngum. Straumrás er fyrirtæki á Akureyri sem sérhæfir sig í vökvabúnaði. Starfsmenn og viðskiptavinir fyrirtækisins eru dyggir lesendur Bændablaðsins eins og þessi stórskemmtilega frásögn Guðna Hermannssonar verslunarstjóra ber með sér: 

„Við starfsmennirnir hér í Straumrás náum okkur gjarnan í Bændablaðið þangað sem það fæst og látum það liggja hér í búðinni á milli þess sem við erum sjálfir að lesa það, okkur og flestum gestum og gangandi til ánægju.

Hingað í verslunina koma nánast allir bændur og búalið á Norðurlandi meira eða minna allt árið, margir vikulega, sumir jafnvel daglega. Hér inni á gafli eru líka nánast allir sem þjónusta kjöt- og fiskigeirana, mjólkurheiminn og vinnuvélabransann í sinni víðustu mynd. Hingað inn slysast líka lygilega margt fólk af götunni.

Nánast hver og einn einasti viðskiptavinur sem rekst á Bændablaðið hjá okkur tekur það upp, gluggar í það meira eða minna og flest allir hafa bara gott um það að segja. Eðlilega finnst mér. Það eru að sönnu alls ekki allir sammála um innihald blaðsins en alveg allir eru sammála um þörfina á svona málgagni.

Á dögunum átti við okkur erindi einn af góðvinum fyrirtækisins. Einn af ótalmörgum sem er hér allt að því eins og grár köttur. Vetur, sumar, vor og haust. Í áratugi.

Hér má sjá grilla í viðskiptavin Straumrás – önnum kafinn við lestur Bændablaðsins úti á bílastæði. Atvikið varð uppspretta erindis til Bændablaðsins.

Við sáum þegar hann lagði bílnum hér utan við búðina. En alllöngu síðar fórum við að undrast að hann kom ekki inn, maðurinn virtist fastur undir stýri, það var enn árla morguns og skyggnið var ekki gott en við sáum að hann væri að lesa eitthvað.

Seint og um síðir hafði hann sig út úr bílnum og hingað inn og ástæðan kom í ljós, hann hafði nefnilega rekist á Bændablaðið á öðrum stað í bænum. Greip það með sér, hugsaði sér gott til glóðarinnar, lesefni inn í helgina.

Hér á bílastæðinu við Straumrás gat hann samt ekki beðið lengur. Alls ekki. Góðu áformin sem hann hafði sett sér um að líta ekki í blaðið fyrr en hann kæmi heim úr vinnu að kvöldi dags hrundu til grunna. Heilög kvöldstund uppi í sófa með tappa í eyrunum, malt í glasi og Bændablaðið í fanginu varð að engu á svipstundu. Hann gat ekki beðið. Nei, alls ekki. Honum leið, tja, eins og súkkulaðifíkli í belgískri konfektbúð. Hann bara varð að renna yfir helstu fréttir úr bændaheimi, hér og nú, á þessu bílastæði á Eyrinni á Akureyri.

Maðurinn kvaddi okkur með þessum orðum: „Þið eigið auðvitað alltaf að vera með Bændablaðið liggjandi frammi í þessari búð, það er eitt af því fáa sem vantar á lagerinn hjá ykkur.“

Við Straumrásarmenn höfðum strax samband við ritstjórn Bændablaðsins eftir þessa brýningu viðskiptavinarins sem leiddi til þess að frá og með næsta útgáfudegi mun Bændablaðið verða til afgreiðslu í Straumrás.“

Bændablaðið kemur næst út á morgun, 11. apríl

Skylt efni: Bændablaðið

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...