Ekkert lát á landhremmingum auðmanna á bújörðum vítt og breitt um jarðkringluna
Ásælni auðmanna í land, og þá einkum ræktarland um allan heim, jókst verulega í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og hefur haldið áfram samfara auknum auðsöfnuði á fárra hendur. Ein birtingarmynd þessara landhremminga, eða „Land Grabbing“, er að smábændur og fátækir landeigendur eru hraktir af jörðum sínum, heilu vistkerfunum umbylt og frumskógum eytt.