Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju Íslands, samtals um 20 milljónir króna.
Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju Íslands, samtals um 20 milljónir króna.
Níu stórir sekkir voru fylltir af alls kyns rusli eftir fjöruhreinsun í Héðinsfirði á dögunum, alls um 12 til 15 rúmmetrar.
Siglfirðingarnir Ragnar Ragnarsson og Lísa Dombrowe hafa á liðnu hausti og fram á vetur staðið í ströngu og lagt á sig óheyrilega mikið verk við að hreinsa hvers kyns plastrusl í Héðinsfirði. Um er að ræða plastúrgang af margs konar tagi, frá uppþvottabrúsum til heilu og hálfu veiðarfæranna, fiskikassa og kör, kaðla, bíldekk og trollkúlur svo fátt ...
Reiknað er með að plastrusl sem endar í hafinu á hverju ári muni nær þrefaldast fram til 2040 verði ekki ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við plastmenguninni. Þannig yrðu um 29 milljónir tonna sem enduðu í hafinu á hverju ári samkvæmt grein sem Laura Parker ritaði í National Geographic á síðasliðnu sumri.
BRIM kvikmyndahátíð verður haldin á Eyrarbakka laugardaginn 28. september nk. Þar verða sýndar þrjár kvikmyndir sem fjalla um plast og afleiðingar þess á samfélög, náttúruna, hafið og á okkur sjálf. Stuttir og fróðlegir fyrirlestrar verða þar einnig sem fjalla um stöðuna á Íslandi.
Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR-svæðinu.
Miðja vegu milli Kaliforníu og Havaí í Kyrrahafi er svæði sem þekkt er sem „Mikli Kyrrahafs-ruslaflekkurinn“, eða Great Pacific Garbage Patch.
Miðja vegu milli Kaliforníu og Havaí í Kyrrahafi er svæði sem þekkt er sem „Mikli Kyrrahafs-ruslaflekkurinn“, eða Great Pacific Garbage Patch.
Vaxandi umræður eru um þá ógn sem hafinu og lífríki þess stafar af mengun af mannavöldum og þá ekki síst af plastmengun. Er svo komið að plast í ýmsu formi finnst nú um öll heimsins höf og finnst það einnig sem örplast sem svifdýr, skeldýr og aðrar lífverur innbyrða.