Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Mynd / Daniel Turner
Fréttir 19. júní 2018

Fýlar gleypa talsvert af plasti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR-svæðinu. 
 
OSPAR hóf að nota plast í fýlum sem vistfræðilegan metil á plastmengun hafsins árið 2009 en þá höfðu rannsóknir á plastmengun í fýlum staðið yfir frá níunda áratug síðustu aldar.
 
Ákjósanleg tegund til að vakta plastmengun í sjó
 
Fýll er talinn mjög ákjósanleg tegund til að rannsaka og vakta plastmengun í sjó. Helstu ástæður þess er að fýlar afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þeir eiga erfitt með að kafa og því afla þeir sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar. Komið hefur í ljós að fýlar gleypa talsvert af plasti og eru nokkrar ástæður taldar fyrir því. Einna helst er talið að sumt plast líkist fæðu, plast geti verið í mögum dýra sem fýllinn étur (úrgangur frá fiskibátum) og að plast í nágrenni fæðu geti borist í fýla við fæðuupptöku.
 
Fýlar sem notaðir eru í þessa vöktun eru fyrst og fremst fýlar sem finnast dauðir á ströndum Vestur-Evrópu. Einnig hafa verið notaðir fýlar sem drepast við að festast í veiðarfærum fiskiskipa og -báta og er stefnt að því að nota þá aðferð hér á landi.
 
Starfsmaður Náttúrustofunnar, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, fór til Hollands í febrúar og sótti þar námskeið á vegum rannsóknastofnunarinnar Wageningen Marine Research. Umjónarmaður námskeiðsins var Jan van Franeker, sem sér um samræmingu rannsóknaraðferða við athugun á plasti í fýlum fyrir OSPAR. Við krufningu á hræjum eru ýmsir líffræðilegir þættir mældir og kyn og aldur greindur. Plastið sem finnst í mögum er flokkað eftir uppruna þess í iðnaðarplast og neysluplast og er neysluplastið svo flokkað nánar eftir gerð þess. 
 

6 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...