Stórgripaslátrun aukist mjög hjá Sláturhúsi Vesturlands á síðustu þremur árum
Á dögunum bárust tíðindi af því að mjólkurbúið Biobú ætlaði að hefja framleiðslu og sölu á lífrænt vottuðu nautgripakjöti núna í mars. Þar fylgdi sögunni að Sláturhús Vesturlands myndi slátra gripunum og vinna kjötið fyrir Biobú, en um áramótin fékk sláturhúsið lífræna vottun fyrir slíka starfsemi. Sláturhús Vesturlands er svokallað þjónustusláturh...