Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Mynd / smh
Fréttir 19. nóvember 2018

Bændur kaupa Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi

Höfundur: smh
Fjórir einstaklingar, sem jafnframt allir eru bændur eða frístundabændur í Borgarfirði, hafa keypt Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi. 
 
Þetta eru þau Þorvaldur T. Jónsson í Hjarðarholti, sem er framkvæmdastjóri, Eiríkur Blöndal, Jaðri sem er stjórnarformaður, Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum, auk þess sem Guðjón Kristjánsson, sem var sláturhússtjóri í fyrra rekstrarformi, er nú kominn í þennan hóp. Félagið er rekstrarfélag Sláturhússins í Borgarnesi og hefur gert leigusamning við eigendur hússins til 10 ára. 
 
Bændurnir voru áður með húsið og reksturinn á leigu, eða frá hausti 2017. Þar áður hafði Guðjón rekið sláturhúsið með þremur bræðrum sem enn eiga húsnæðið; Jóni Sævari, Snorra og Kristni Þorbergssonum. 
Að sögn Þorvaldar hefur reksturinn gengið vel í haust. „Það hefur gengið vel að slátra í haust og við erum enn að slátra sauðfé. Þetta er svipað og í fyrra, en nú fórum við ekkert af stað fyrr en í byrjun október. Við ætlum að slátra allan ársins hring og stefnum að stórgripaslátrun þegar sauðfjárslátrun lýkur.
 
Það hefur verið talsverð eftirspurn hjá bændum um slátrun hjá okkur – líklega svipað og í fyrra og við erum mjög sátt við það, enda verkefni verið umfram væntingar.
 
Sláturhúsið verður enn um sinn rekið sem þjónustusláturhús, en í framtíðinni er stefnt á að hægt verði að selja frá því, fyrir þá bændur sem eru í föstum viðskiptum.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...