Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 9. október 2018

Stefnt að rekstri allt árið hjá Sláturhúsi Vesturlands

Höfundur: smh
Slátrun hjá Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi hófst í síðustu viku. Nokkrir bændur á Vesturlandi tóku við rekstri sláturhússins fyrir rúmu ári síðan, ráku það í síðustu sláturvertíð til áramóta sem þjónustusláturhús og stefna nú að heilsársrekstri.
 
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er í forsvari fyrir þá fjóra bændur sem ætla að halda starfseminni áfram og segir hann að þeir séu komnir með langtímaleigusamning. 
 
„Við gerum ráð fyrir að byggja þarna upp heilsárs starfsemi, einkum í stórgripaslátrun fyrir hross, nautgripi og svín eftir þörfum. Eingöngu er slátrað í verktöku, að minnsta kosti til að byrja með, en við gerum ráð fyrir að byggja upp einhverja sölustarfsemi sem þjónar þeim bændum sem skipta við sláturhúsið. 
 
Við vonumst til að fleiri bændur komi að rekstrinum og stefnum á að stofna félag utan um hann.“
 
Sláturkostnaður er 5.000 krónur á dilk
 
Sláturkostnaður í haust er, að sögn Þorvaldar, 5.000 krónur á dilk og 6.000 krónur fyrir fullorðið fé.
 
Hægt er að slátra að minnsta kosti 80 dilkum á dag hjá Sláturhúsi Vesturlands, en um 1.400 fjár var slátrað í síðustu sláturtíð frá um 65 bændum. 
 
Bændur þurfa sjálfir að koma með gripina að sláturhúsinu. 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...