Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) gegn riðu, sem er alþjóðlega viðurkennd og notuð með góðum árangri í Evrópu við útrýmingu á riðu í sauðfé. Arfgerðin hafði aldrei áður fundist á Íslandi þrátt fyrir víðtæka leit. Einstaklingarnir sex eru allir á bænum Þernunesi í Reyðarfirði.