Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vildu vera lausir við. Garðyrkjuskólinn í Ölfusi stóð fyrir haustþingi um plöntusjúkdóma, meindýr og varnir gegn þeim. Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur fjallaði í erindi sínu um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum í garð- og trjárækt.