Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum
Fréttir 22. október 2020

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Höfundur: ehg

Á þessu ári hefur orðið algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum en það sem af er ári hafa hátt í 1.500 hross verið flutt utan og er að mestu talið gengisfalli íslensku krónunnar að þakka, en einnig á markaðsverkefnið Horses of Iceland drjúgan þátt í vinsældum íslenska hestsins á erlendri grundu.

Frá 2015 til dagsins dag hafa verið flutt út rúmlega átta þúsund hross frá Íslandi, þar af eru rúmlega fjögur þúsund hryssur, rúmlega þrjú þúsund geldingar og hátt í 1.400 stóðhestar. Langstærstur hluti hrossanna er fluttur út til Þýskalands en Austurríki, Sviss, Danmörk, Svíþjóð, Holland, Noregur og Bandaríkin fylgja þar á eftir ásamt fleiri löndum.

„Við finnum fyrir gríðarlegri aukningu í útflutningi á hestum á þessu ári. Við skráum flutninginn í kílóum og það sem af er ári erum við að sjá 40% aukningu. Staðan hjá okkur er í raun sú að við erum í smá brasi að ráða við þetta. Það eru flöskuhálsar sem myndast þegar aukningin er svona skyndileg og mikil. Við eigum ákveðið marga gáma fyrir þennan útflutning sem eru sérútbúnir og dýrir og eru sérstaklega útbúnir fyrir íslenska hestinn. Það eru ákveðnar öryggiskröfur og alþjóðlegir staðlar um flutning á dýrum sem þarf að fara eftir þegar kemur að gámunum. Við erum einmitt núna að láta útbúa fyrir okkur gám til viðbótar til að anna eftirspurninni.“

Gengisfall krónunnar og Horses of Iceland-verkefnið hafa áhrif

„Aðalskýringarnar á þessari aukningu tel ég vera þrjár og þar er aðalskýringin gengisfelling en einnig að fólk er að nota ferðapeninga og annað til að sinna áhugamálum sínum ásamt því að ég er sannfærður um að Horses of Iceland-verkefnið hjá Íslandsstofu eigi sinn þátt í þessum árangri,“ segir Mikael Tal Grétarsson, yfirmaður útflutningssviðs Icelandair Cargo.

Ótrúlegur uppgangur í hestaútflutningi

Þórunn Eggertsdóttir hefur undanfarin þrjú ár rekið ásamt manni sínum, Halldóri Svanssyni, og hjónunum Friðfinni Hilmarssyni og Önnu Valdimarsdóttur útflutningsfyrirtækið Fákaland export. Þórunn segir árið í ár fara fram úr björt­ustu vonum enda mikill uppgangur í útflutningi sem skýrist að öllum líkindum í hagstæðu gengi og því góða orðspori sem fer af íslenska hestinum erlendis.

„Frá því að við byrjuðum höfum við tvöfaldað útflutninginn og erum komin með í heildina yfir 300 hross sem hafa farið frá okkur. Fyrsta árið fluttum við um 40 hross út en á þessu ári er mikil aukning þar sem við erum að nálgast 200 hross. Ég held að þetta skýrist helst í því að fólk er meira heima og sinnir hestaáhugamálinu betur, gengi erlendra gjaldmiðla er líka afskaplega hagstætt og síðan lækkuðu til dæmis stjórnvöld í Þýskalandi virðisaukaskatt úr 19% í 16% í kjölfar COVID-19 sem hjálpar að sjálfsögðu til,“ segir Þórunn og bætir við:

„Í þessum bransa stekkur maður ekki til og fær marga viðskiptavini einn tveir og tíu, maður þarf að skapa sér nafn, fólk þarf að vita af okkur og heyra hvernig þjónustan er, svo þetta tekur tíma. Við reynum að hafa eins persónulega þjónustu og við getum og leyfum viðskiptavininum að fylgjast með útflutningnum alla leið. Langflestir sem kaupa tamin hross eru að kaupa þessa góðu traustu töltgengu hesta hvort sem þeir eru hugsaðir í keppni eða ekki. Stærsti hlutinn er að leita að slíkum hestum en einnig eru margir erlendir aðilar sem eru að rækta hér heima og flytja hrossin sín út. En þó að flestir hestarnir séu tamdir þá er töluverður fjöldi af ótömdum trippum en mikilvægt að þau séu að minnsta kosti bandvön fyrir útflutninginn. Aukningin á þessu ári er eitthvað sem við þorðum ekki að vona, þegar það er samdráttur á flestum sviðum í heiminum þá ber ekki á því í útflutningi á íslenska hestinum.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...