Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eitt versta vor um langt skeið
Fréttir 21. júlí 2015

Eitt versta vor um langt skeið

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Valgeir Benediktsson í Árnesi 2 í Árneshreppi hefur sinnt æðarvarpi í Árnesey um langt skeið og segir að liðið vor hafi verið eitt það versta sem hann man hvað veður varðar. 

Um miðjan maí hafi kólnað mikið, jafnvel komið kolvitlaust veður og ýmist rigning eða snjókoma og frost verið um nætur um alllangt skeið. 

Kollur hafi byrjað varpið um hálfum mánuði seinna en venja er til. „Það rættist þó úr þessu, manni leist ekki vel á útlitið um tíma, en það er enn ekki ljóst hvernig þetta kemur nákvæmlega út hjá okkur,“ segir Valgeir. „Það er alltaf slæmt þegar er mikil bleyta, það er slæmt fyrir kollurnar þegar undirlagið er blautt og við skiptum þá í hreiðrum og setjum hey undir,  það er heilmikil vinna.“

Valgeir segir að sér þyki kollan hafa verið betur undir varpið búin en t.d. í fyrravor, sem gæti skýrst af því að hún væri í meira æti og því feitari.  Eins væru fleiri egg í hreiðrum en var á liðnu ári.

Minkasíur bjarga miklu

Varpið er sem fyrr segir úti í Árnesey og þangað sótti á árum áður minkur í nokkrum mæli, en hin síðari ár hefur minna sést af honum. Þakkar Valgeir það minkasíum sem settar hafa verið upp í landi og varna því að minkurinn syndi út í eyjuna. Sían er steypurör, keila er á öðrum endanum og vírnet hinum megin, en minkurinn villist inni í rörinu. „Hér var alltaf töluvert um mink, en sem betur fer erum við laus við hann að mestu núna.  Okkar versti óvinur er veiðibjallan, hún getur verið ansi stórtæk,“ segir Valgeir. 

Skylt efni: Árneshreppur | æðarvarp

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...