Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eitt versta vor um langt skeið
Fréttir 21. júlí 2015

Eitt versta vor um langt skeið

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Valgeir Benediktsson í Árnesi 2 í Árneshreppi hefur sinnt æðarvarpi í Árnesey um langt skeið og segir að liðið vor hafi verið eitt það versta sem hann man hvað veður varðar. 

Um miðjan maí hafi kólnað mikið, jafnvel komið kolvitlaust veður og ýmist rigning eða snjókoma og frost verið um nætur um alllangt skeið. 

Kollur hafi byrjað varpið um hálfum mánuði seinna en venja er til. „Það rættist þó úr þessu, manni leist ekki vel á útlitið um tíma, en það er enn ekki ljóst hvernig þetta kemur nákvæmlega út hjá okkur,“ segir Valgeir. „Það er alltaf slæmt þegar er mikil bleyta, það er slæmt fyrir kollurnar þegar undirlagið er blautt og við skiptum þá í hreiðrum og setjum hey undir,  það er heilmikil vinna.“

Valgeir segir að sér þyki kollan hafa verið betur undir varpið búin en t.d. í fyrravor, sem gæti skýrst af því að hún væri í meira æti og því feitari.  Eins væru fleiri egg í hreiðrum en var á liðnu ári.

Minkasíur bjarga miklu

Varpið er sem fyrr segir úti í Árnesey og þangað sótti á árum áður minkur í nokkrum mæli, en hin síðari ár hefur minna sést af honum. Þakkar Valgeir það minkasíum sem settar hafa verið upp í landi og varna því að minkurinn syndi út í eyjuna. Sían er steypurör, keila er á öðrum endanum og vírnet hinum megin, en minkurinn villist inni í rörinu. „Hér var alltaf töluvert um mink, en sem betur fer erum við laus við hann að mestu núna.  Okkar versti óvinur er veiðibjallan, hún getur verið ansi stórtæk,“ segir Valgeir. 

Skylt efni: Árneshreppur | æðarvarp

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...