Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Mynd / ghp
Fréttir 28. janúar 2025

Fyrstu áform ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar sitt fyrsta skjal á nýju ári. Ráðuneytið áformar að breyta jarðalögum.

Þann 14. janúar sl. birtist í samráðsgátt áformaskjal vegna frumvarps til laga um breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Í þeim er lagt til að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum.

Áformunum er ætlað að bregðast við tilteknum vandkvæðum og stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign. Í fylgiskjölum kemur fram að jörðum í fjölmennri óskiptri sameign hafi fjölgað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum og eigendahópar orðið fjölmennari, t.d. vegna erfða.

Umsagnarfresti lauk 21. janúar en Bændasamtökin ein skiluðu inn umsögn. Þar fagna þau áformunum og styðja markmið þeirra, sem eru m.a. að stuðla að nýtingu jarða í samræmi við landkosti, virkri ákvörðunartöku og skýru fyrirsvari. Skipulag landbúnaðarlands, vernd þess og mikilvægi fyrir fæðuöryggi, matvælaöryggi og þjóðaröryggi séu grundvallaratriði fyrir framtíðarhag þjóðarinnar.

Samtökin leggja til að gengið verði lengra og sameigendum, sem falla undir tiltekin ákvæði og þegar fjöldi eigenda er komin yfir 5–10, gert skylt að stofna félag um eignarhaldið.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...