Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ísteka stefnir ríkinu
Fréttir 8. febrúar 2024

Ísteka stefnir ríkinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Í ákvörðun matvælaráðherra felst að sú reglugerð sem átti við um starfsemina, nr. 900/2022 um blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi og ákvörðun tekin um að framvegis myndi áðurnefnd reglugerð nr. 460/2017 um dýratilraunir gilda um starfsemina. Umrædd reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni (2010/63/ESB).

Ísteka var tilkynnt um ákvörðun matvælaráðherra í september á síðasta ári. Ísteka krefst þess nú fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. 

„Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu.

Peter segir að reglugerð um dýratilraunir eigi samkvæmt efni sínu ekki við um starfsemina og því hafi matvælaráðherra skort lagaheimild til þess að fella hana þar undir. Ákvörðun ráðherra feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að mál Ísteka fái flýtimeðferð. Málið var þingfest í gær, 7. febrúar, og var ríkinu veittur frestur til þess að taka til varna.

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...

Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð...