Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ísteka stefnir ríkinu
Fréttir 8. febrúar 2024

Ísteka stefnir ríkinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Í ákvörðun matvælaráðherra felst að sú reglugerð sem átti við um starfsemina, nr. 900/2022 um blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi og ákvörðun tekin um að framvegis myndi áðurnefnd reglugerð nr. 460/2017 um dýratilraunir gilda um starfsemina. Umrædd reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni (2010/63/ESB).

Ísteka var tilkynnt um ákvörðun matvælaráðherra í september á síðasta ári. Ísteka krefst þess nú fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. 

„Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu.

Peter segir að reglugerð um dýratilraunir eigi samkvæmt efni sínu ekki við um starfsemina og því hafi matvælaráðherra skort lagaheimild til þess að fella hana þar undir. Ákvörðun ráðherra feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að mál Ísteka fái flýtimeðferð. Málið var þingfest í gær, 7. febrúar, og var ríkinu veittur frestur til þess að taka til varna.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...