Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Mynd / npr.org
Fréttir 26. október 2022

Kolefnisbinding og uppskera í hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfismál eru flókið samspil þar sem huga þarf að mörgum ólíkum þáttum.

Auknir þurrkar víða um heim ógna ekki bara matvælaöryggi því þeir hafa einnig letjandi áhrif á möguleika á að auka kolefnisbindingu með því að planta út trjám.

Bændur víða um heim hafa áhyggjur af spám um áframhaldandi og aukna þurrka á næstu árum vegna breytinga á veðurfari. Að sögn bænda ógnuðu þurrkar síðastliðið sumar uppskeru ávaxta og grænmeti.

Lítil úrkoma á Bretlandseyjum í haust og að spár geri ráð fyrir áframhaldandi þurrkum gerir illt verra. Bændur hafa því lítinn aðgang að vatnsbirgðum auk þess sem grunnvatnsstaða er lág og ekki er gert ráð fyrir að það eigi eftir að breytast á næstunni.

Talsmenn bænda segja að stjórnvöld verði að aðstoða þá við að skipuleggja vatnsnotkun og það hvernig á að beina vatni á svæði þar sem ræktaðar eru plöntur sem þurfa mikið vatn.

Stjórnvöld hafa bent á að skortur á vatni muni að öllum líkindum draga úr möguleikum Breta til kolefnisjöfnunar með útplöntun á trjám þar sem tré þurfa mikið vatn.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...