Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Friðrik gæðir sér á Lamba-Jerky. Vonast er til að varan fari á markað í vetur.
Friðrik gæðir sér á Lamba-Jerky. Vonast er til að varan fari á markað í vetur.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2017

Lamba-jerky í bígerð

Höfundur: smh

Undanfarin misseri hefur Friðrik Guðjónsson, undir vörumerkinu Feed the Viking, þróað vöru úr innanlærisvöðva lambakjötsins – svokallað „Lamb Jerky“. Varan er hliðstæð vöru sem margir þekkja sem „Beef Jerky“ – og er í grunninn þurrkað og kryddað nautakjöt.

Friðrik segir að hann sé mikill útivistarmaður og hafi farið margar langar göngurnar. Á einni af þeim hafi kviknað þessi hugmynd að góðu ferðanesti – sem að lokum varð harðfiskvaran „Fish Jerky“.  Upp úr þeirri vinnu hafi þróast vinna við sambærilega vöru úr lambakjötinu. „Ég er mikið fyrir útivist og hef meðal annars gengið þvert yfir landið, frá Reykjanesi yfir á Langanes, á 21 degi. Ég hef verið félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ frá árinu 2010 og hef alltaf fundið mikla þörf fyrir bragðmikið, létt og endingargott ferðanesti, enda matmaður mikill.

Ég hef yfirleitt alltaf með mér allavega einn poka af þurrkuðu nautakjöti í útköll en mig hefur sárlega vantað eitthvað íslenskt og gott. Það var svo á göngu um Austfirði sumarið 2016 að hugmyndin að því að vera með harðfiskbita í fallegum, endurlokanlegum umbúðum kviknaði. Þá uppgötvuðum við að í nær 30 manna hópi var enginn með harðfisk,“ segir Friðrik.

Íslenski víkingurinn á Havaí

„Eftir marga mánuði af hönnunarvinnu og leit að hentugu nafni stofnaði ég félagið Feed the Viking í desember 2016 en nafnið er komið frá því þegar ég bjó á eyjunni Maui á Havaí og kenndi þar á brimbretti. Þar gat enginn borið fram nafnið mitt og fékk ég því viðurnefnið „The Viking“ og þótti fólki mjög gaman að fá brimbrettakennslu frá „The Viking from Iceland“. Það var því borðleggjandi að nefna fyrirtækið sem mun framleiða uppáhaldsmatinn minn eftir þessari skemmtilegu lífsreynslu,“ segir Friðrik um nafnið á bak við framleiðsluna.

Friðrik fékk Skinney-Þinganes til samstarfs og nú sér það fyrirtæki um harðfisksframleiðsluna, en unnið er úr úrvals þorski. „Ég kalla vöruna „Fish Jerky“ enda er markhópurinn okkar erlendir ferðamenn og síðar meir er varan hugsuð fyrir útflutning. Við höfum svo síðustu misserin unnið í því að þróa „Lamb Jerky“ sem við reiknum með að komi á markað hér á landi núna í vetur.“

Frumgerð af Lamb Jerky sem er þurrmaríneruð; léttkrydduð með salti, pipar og íslenskum fjallagrösum.

Einfalda uppskriftin varð ofan á

Friðrik framleiddi nokkrar frumgerðir af vörunni og gerði nokkrar djarfar tilraunir. „Ég fékk félaga minn, sem er matreiðslumeistari með mikla og alþjóðlega reynslu af matargerð, til að þróa með mér bragðtegundir af þurrkuðu lambakjöti. Við notum innanlærisvöðva, skerum kjötið í þunnar sneiðar og marinerum það í 12 tíma. Eftir um sex klukkustundir í þurrkun höfum við rosalega mjúkt og gott kjöt sem við getum varla beðið eftir að koma á markað. Við gerðum fjöldamargar tegundir og prófuðum meðal annars að marinera kjötið í bláberjamauki, í Malti og í Teriyaki sósu en við erum nú búnir að velja eina bragðtegund sem okkur finnst best og byrjum við á henni. Hún er þurrmaríneruð; léttkrydduð með salti, pipar og íslenskum fjallagrösum,“ segir Friðrik.

Að sögn Friðriks hefur lambakjötsverkefnið verið fjármagnað úr eigin vasa enn sem komið er. „Við höfum ekki enn fengið styrki eða selt hlutafé, en notað sparifé og sölu á Fish Jerky til að standa straum af þróunarkostnaðinum. Fish Jerky varan okkar hefur selst afbragðsvel og er nú komin í flestar búðir sem þjónusta ferðamenn hér á landi og í Fríhöfn Leifs Eiríkssonar,“ segir Friðrik. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...