Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum
Fréttir 19. apríl 2021

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru við hálendisveg um Austurland þannig að hægt verði að mæta fyrirsjáanlegri þjónustuþörf vegna innlendra og erlendra ferðamanna á svæðinu. Byggðaráð Múlaþings hefur skorað á sveitarstjórn að leggja áherslu á það við fjárveitingavaldið að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi. Hálendishringurinn, ferðamannavegur um Austurland var til umræðu á fundi byggðaráðs Múlaþings fyrir skemmstu.

María Hjálmarsdóttir.

María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, segir að vaxandi umferð ferðamanna um hálendið á Austurlandi kalli á viðbrögð svo tryggja megi öryggi vegfarenda sem og að koma í veg fyrir mögulegt rask á viðkvæmri náttúru. Á vegum Austurbrúar hefur verið unnið með hugmynd um Hálendishring, ferðamannaveg um Austurland, sem gæti þjónað sem nokkurs konar gullni hringur fjórðungsins.

Leiðin sem um ræðir er frá Egilsstöðum inn með Lagarfljóti og í gegnum Hallormsstaðaskóg, hjá Hengifossi og um góðan veg upp á Fljótsdalsheiði, hjá Laugafelli og um Vesturöræfin.

„Það liggur upphækkaður og malbikaður vegur að Kárahnjúkum, en síðan tekur við grófur malarvegur sem liggur fram hjá gönguleiðinni ofan í Hafrahvamma á aðra hönd og Laugavalladal á hina. Þar á eftir liggur leiðin um þurra mela og hæðir þar til komið er á þjóðveginn við Brú á Jökuldal þar sem hið nýuppgötvaða Stuðlagil er. Loks liggur leiðin út Jökuldal og inn á Þjóðveg 1 við Skjöldólfsstaði, framhjá fossinum Rjúkanda og til Egilsstaða þar sem hringurinn lokast,“ segir María.

Tækifæri til að skapa vinsæla ferðaleið

Hún segir leiðina hafa upp á margt að bjóða, fagra fjallasýn þar sem Snæfell sé í öndvegi og gnæfi yfir sýn að Vatnajökli, en ýmis önnur fjöll megi að auki sjá sem og vötn. Hreindýrahjarðir sem gjarnan megi koma auga á geri ferðina að sterkri upplifun.


„Þessi leið býður upp á mikla og sjónræna upplifun, þessi hringferð býður upp á mikil tækifæri til að skapa vinsæla ferðaleið sem getur styrkt ferðaþjónustu á Austurlandi og fengið gesti í fjórðungnum til að staldra lengur við,“ segir María.

Á vegum Austurbrúar hefur verið unnið með hugmynd um Hálendishring, ferðamannaveg um Austurland, sem gæti þjónað sem nokkurs konar gullni hringur fjórðungsins.

Stór hluti leiðarinnar þarfnast ekki lagfæringar

Telur hún að því sé mikilvægt að beina sjónum að mikilvægu viðhaldi vega þar sem það á við og að það verði í takt við uppbyggingu áfangastaða á leiðinni.

„Vegakerfið er gott á stórum hluta leiðarinnar og þarfnast ekki lagfæringar við svo almenningur geti farið um það á einkabílum yfir sumartímann. Það sem upp á vantar er kafli frá Kárahnjúkastíflu og niður að Brú á Jökuldal. Þann kafla mætti hefla oftar en það sem þó er gleðilegt við þennan versta kafla hringsins er að vegstæðið liggur um þurra mela og öldur og þar er mikið um gott efni og ekki yfir neinar óbrúaðar ár að fara. Vinna við að bæta þennan vegarkafla ætti því að vera bæði nokkuð hagkvæm og fljótleg,” segir María Hjálmarsdóttir. 

Hafrahvammagljúfur.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...