Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr
Fréttir 26. október 2020

Óánægja með fé til tengivega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir óánægju sinni með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis þegar kemur að framkvæmdafé til vegagerðar.

Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar og kynnti sviðsstjóri upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 til 2024.

Áætlunin er til á landsvísu og er fjármagn í málaflokkinn um 1 milljón króna á ári, þar af er um 40% ætluð á norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir.

Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis. /MÞÞ

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Samgöngumál

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...