Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. október 2019

Sveinn ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir

Höfundur: smh

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur gefið út ákæru á hendur Sveini Margeirssyni fyrrverandi forstjóra Matís fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir, með því að hafa á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018, staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss.

Teljast brot ákærða varða við lög um slátrun og sláturafurðir. Í ákærunni er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið tengist svokölluðu Örslátrunarverkefni Matís, sem Sveinn stóð fyrir í forstjóratíð sinni. Liður í því var að raungera tillögur Matís um örslátrun. Á þær var látið reyna heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði þann 30. september, þegar nokkrum lömbum var slátrað þar og í kjölfarið voru afurðirnar seldar á bændamarkaði á Hofsósi.

Tilgangur verkefnisins var að láta reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi  við tillögur Matís um örslátrun. Einnig vildi Matís með verkefninu benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi og benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur, eins og Sveinn sagði í viðtalið við Bændablaðið í byrjun október á síðasta ári.

Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kærður fyrir aðild að málinu en honum hefur ekki verið birt ákæra lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...