Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. október 2019

Sveinn ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir

Höfundur: smh

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur gefið út ákæru á hendur Sveini Margeirssyni fyrrverandi forstjóra Matís fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir, með því að hafa á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018, staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss.

Teljast brot ákærða varða við lög um slátrun og sláturafurðir. Í ákærunni er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið tengist svokölluðu Örslátrunarverkefni Matís, sem Sveinn stóð fyrir í forstjóratíð sinni. Liður í því var að raungera tillögur Matís um örslátrun. Á þær var látið reyna heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði þann 30. september, þegar nokkrum lömbum var slátrað þar og í kjölfarið voru afurðirnar seldar á bændamarkaði á Hofsósi.

Tilgangur verkefnisins var að láta reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi  við tillögur Matís um örslátrun. Einnig vildi Matís með verkefninu benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi og benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur, eins og Sveinn sagði í viðtalið við Bændablaðið í byrjun október á síðasta ári.

Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kærður fyrir aðild að málinu en honum hefur ekki verið birt ákæra lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...