Reglugerð sem heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Í reglugerðinni er skilyrt að dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkissjóði.