Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun
Mynd / Bbl
Fréttir 22. maí 2020

Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun

Höfundur: smh
Unnið er að undirbúningi samstarfs­verkefnis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbænda sem gengur út á að auðvelda sauðfjár­bændum í auknum mæli að slátra heima og selja afurðir sínar síðan – og auka þar með mögu­leika þeirra til frekari verðmæta­sköpunar. 
 
Kristján Þór Júlíusson tilkynnti um verkefnið 2. mars, í ávarpi við setningu Búnaðarþings 2020. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er stefnt að því að verkefnið verði sett í gang í næstu sláturtíð. „Staðan er sú að síðustu mánuði hafa sauðfjárbændur í samstarfi við ráðuneytið unnið að mótun tilraunaverkefnisins, sem áætlað er að hefjist næsta haust. Markmið verkefnisins er að kanna hvort skapa megi grundvöll til þess að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðla að bættri afkomu sauðfjárbænda en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir í svari úr ráðuneytinu. 
 
„Huga þarf að ýmsum útfærslum til þess að niðurstöður verkefnisins nýtist sem best og gæta þess að verkefnið rúmist innan gildandi regluverks. Unnið er að útfærslu verkefnisins og liggur hún ekki endanlega fyrir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og aðila þeim tengdum. Stefnt er að því að verkefnið fari af stað í næstu sláturtíð,“ segir enn fremur í svarinu.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...