Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun
Mynd / Bbl
Fréttir 22. maí 2020

Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun

Höfundur: smh
Unnið er að undirbúningi samstarfs­verkefnis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbænda sem gengur út á að auðvelda sauðfjár­bændum í auknum mæli að slátra heima og selja afurðir sínar síðan – og auka þar með mögu­leika þeirra til frekari verðmæta­sköpunar. 
 
Kristján Þór Júlíusson tilkynnti um verkefnið 2. mars, í ávarpi við setningu Búnaðarþings 2020. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er stefnt að því að verkefnið verði sett í gang í næstu sláturtíð. „Staðan er sú að síðustu mánuði hafa sauðfjárbændur í samstarfi við ráðuneytið unnið að mótun tilraunaverkefnisins, sem áætlað er að hefjist næsta haust. Markmið verkefnisins er að kanna hvort skapa megi grundvöll til þess að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðla að bættri afkomu sauðfjárbænda en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir í svari úr ráðuneytinu. 
 
„Huga þarf að ýmsum útfærslum til þess að niðurstöður verkefnisins nýtist sem best og gæta þess að verkefnið rúmist innan gildandi regluverks. Unnið er að útfærslu verkefnisins og liggur hún ekki endanlega fyrir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og aðila þeim tengdum. Stefnt er að því að verkefnið fari af stað í næstu sláturtíð,“ segir enn fremur í svarinu.
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...