Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Mynd / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir
Fréttir 11. mars 2021

Heimaslátrun og markaðssetning heimil næsta haust

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upplýsti það á fundi með aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun þann 25. febrúar að hann stefni á að heimila sauðfjárslátrun heima á bæjum til markaðssetningar næsta haust.

Þetta tilkynnti ráðherra í kjölfar þess að skýrsla um tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) var skilað 1. febrúar. Fjallar skýrslan um verkefni sem stóð yfir í síðustu sláturtíð. Markmið þess var meðal annars að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar, með það fyrir augum að auka möguleika sauðfjárbænda til verðmætasköpunar.

Átakið kynnt í mars

Í svari ANR við fyrirspurn um hvort það geti staðfest að stefnt sé að því að heimila heimaslátrun sauðfjár og markaðssetningu afurðanna næsta haust, er einungis vísað til fréttatilkynningar ráðuneytisins um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar 17. febrúar. Þar kom fram að meðal aðgerða í mars verði að kynna átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þeirri aðgerð verði stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn sé að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. 

Í tilkynningunni kemur fram að fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd sé tryggt.

Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...