Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir eru sauðfjárbændur í Birkihlíð og reka eigin kjötvinnslu.
Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir eru sauðfjárbændur í Birkihlíð og reka eigin kjötvinnslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. júlí 2020

Ótakmarkaður fjöldi bænda getur tekið þátt

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu þann 18. júní samkomulag um að tilraunaverkefni um heimaslátrun hefjist næsta haust. Markmiðið er að leita leiða til að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar, þannig að verklagið sé í samræmi við reglur um heilbrigði og dýravelferð.

Verkefninu er því ætlað að auka möguleika sauðfjárbænda á bættri afkomu og sterkari tengingu beint við neytendur.

Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi í Birkihlíð, er í undirbúningshópi verkefnisins. Hún segir að rétt um 40 bú hafi sótt um þátttöku í verkefninu, þó ekki hafi formlega verið auglýst eftir þátttakendum. „Það besta er að allir komast að sem vilja. Það eru engin fjöldatakmörk, við og ráðuneytið viljum að sem flestir verði með. Eins þarf fólk ekki að vera með neina sérstaka aðstöðu, bara gera þetta eins og það hefur gert. 

Það er verið að vinna í því að útbúa auglýsingu, við höfum aðeins sagt frá þessu á Facebook-síðum og fólk er líka duglegt að hringja og spyrjast fyrir um þetta,“ segir Ragnheiður Lára.
Aðkoma dýralækna

„Bændurnir og aðstoðarfólk, ef eitthvað slíkt er til staðar, mun sjá um slátrunina sjálfa en dýralæknar koma í lífskoðun og síðan í skoðun eftir slátrun. Það er verið að skoða möguleika á að þar sem ekki fást dýralæknar geti verið mögulegt að nota fjarfundabúnað, sem er mjög spennandi kostur og myndi spara mikinn akstur og tíma. 

Í verkefninu er lagt upp með að það muni helst ekki leggjast neinn kostnaður á bændurna við að taka þátt í þessu verkefni. Við viljum að sem flestir taki þátt til að fá sem breiðasta grunn og ekki skiptir máli hvernig aðstæður eru,“ segir Ragnheiður Lára.

Útbúin gæðahandbók

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu er fyrirhugað að bændur sjái sjálfir um heimaslátrunina en opinbert eftirlit verði í höndum dýralækna á vegum Matvælastofnunar. Ekki liggur endanlega fyrir nákvæmlega hvaða gæðaþáttum verður fylgst með en meðal annars verður sýrustig í vöðva skoðað strax eftir slátrun – og næstu klukkustundir þar eftir – auk þess sem tekin verða örverusýni. Þá verður útbúin gæðahandbók þar sem nauðsynlegar upplýsingar úr slátrun verða skráðar af þátttakendum.

Ekki verður heimilt að selja kjötafurðirnar sem koma út úr verkefninu. Áætlað er að niðurstöður verkefnisins liggi fyrir í árslok 2020, en það er ráðuneytið sem fer með stjórn verkefnisins og tekur saman niðurstöður.

Opnast gífurleg tækifæri

Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, fagnar því að þetta verkefni sé að fara í gang. „Öll undirbúningsvinna hefur verið unnin af bændum í aðgerðarhóp verkefnisins. Án þeirra frumkvæðis væri þetta verkefni ekki orðið til. Aðkoma ráðuneytisins sýnir glöggan vilja stjórnvalda til þess að gera þetta mögulegt.  Landssamtök sauðfjárbænda hvetja alla sauðfjárbændur til þátttöku í verkefninu. Með því að færa stærri hluta virðiskeðjunnar til bænda opnast gífurleg tækifæri til nýsköpunar, vöruþróunar og bættrar afkomu bænda,“ segir hún.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...