Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Evar Margrét Jónudóttir við mælingar á sláturstað í Birkihlíð.
Evar Margrét Jónudóttir við mælingar á sláturstað í Birkihlíð.
Mynd / Matís
Fréttir 26. september 2019

Skýrsla um örslátrunarverkefni Matís tilbúin til útgáfu

Höfundur: smh

Skýrsla sem unnin var um ör­slátrunar­verkefni Matís í Skaga­firði var nánast tilbúin til útgáfu síðastliðið sumar.

Sveinn Margeirsson lagði grunn­inn að skýrslugerðinni áður en honum var sagt upp störfum sem forstjóra Matís í byrjun desember á síðasta ári og var vinnu við hana að mestu lokið síðastliðið sumar. Starfandi forstjóri kannast hins vegar ekki við að skýrslan sé tilbúin.

Skýrslan fjallar um tilrauna­verkefni Matís sem útfært var í Skagafirði í lok september á síðasta ári; á bænum Birkihlíð – þar sem lömbum var slátrað samkvæmt tilteknum verklagsstöðlum Matís – og á bændamarkaði á Hofsósi þar sem afurðirnar voru seldar. Tilgangurinn var að leggja fram tillögur sem gerðu ráð fyrir að bændur gætu komið sér upp aðstöðu til að slátra sjálfir og stunda bein viðskipti með sínar afurðir.
Oddur Már Gunnarsson, starfandi forstjóri Matís, segir í svari við fyrirspurn að skýrslan sé ekki tilbúin til útgáfu, verkefnið sé ófjármagnað og því liggi vinna við það niðri.

Mikilvægi nýsköpunar sauðfjárbænda

Í inngangi skýrslunnar er fjallað um mikilvægi nýsköpunar í land­búnaði og í sjálfri skýrslunni farið yfir kjötmat, slátrun og örslátrunar­verkefnið. Þar kemur fram að með tilraunaverkefninu hafi verið unnið að því að sýna fram á mikil­vægi nýsköpunar í ljósi aðstæðna sauðfjárbænda, með því að stuðla að eflingu samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu með könnun á nýjum úrræðum fyrir frumfram­leiðendur.

Áður en kom að örslátruninni í Skagafirði hafði Matís haldið opinn fræðslufund um áhættumat og heimaslátrun, auk þess sem tillögur Matís um örslátrunarfyrirkomulag höfðu verið sendar ráðherra í byrjun september 2018. Í verkefni Matís var unnin svokölluð blockchain-lausn í samvinnu við Advania, sem gerði ráð fyrir fullkomnu rekjanleikakerfi afurðanna beint til bóndans.

Þá eru í skýrslunni tilgreindar niðurstöður úr örverumælingum sem gerðar voru á sláturstaðnum og niðurstöður meyrnimælinga. Skýrslan leiðir í ljós að örverumagn afurðanna var langt undir viðmiðunarmörkum auk þess sem meyrni kjötsins var metin góð, en skrokkarnir höfðu fengið að hanga í tæpa viku. Þá var mikil eftirspurn eftir afurðunum á bændamarkaðinum og verðið sem fékkst fyrir þær þar gefur tilefni til að ætla að bændur geti aukið verðmæti sinna afurða talsvert með heima­slátrun og -vinnslu og sölu beint frá býli eða á bændamarkaði.    

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...