Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollkvótum útdeilt
Mynd / Towfiqu Barbhuiya
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu landbúnaðarvörum þann 23. maí.

Matvælaráðuneytið birti þá samþykkt tilboð í ESB tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2023. Ellefu fyrirtæki skipta með sér innflutningi á 348.000 kg af nautgripakjöti en Ekran fékk stærsta hlutann, 100.000 kg.

Fyrirtækið LL42 hf., sem er 100% í eigu Stjörnugríss, fékk langstærsta hluta af tollkvótum fyrir svínakjöti, eða 176.000 kg af 350.000 kg. Jafnvægisverðið var 380 kr/kg.Mata fékk mest af innflutnings- kvóta af alifuglakjöti, 189.000 kg. Ekran fékk 114.000 kg, Aðföng 100.000 kg en fyrirtækin Innnes, Krónan, LL42, Háihólmi, Garri og Nautica fengu minna. Samþykktir voru tollkvótar fyrir innflutningi á 528.000 kg. 

Alls var úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á 305.000 kg af ostum og ystingum. Krónan fékk 67.250 kg. Nathan & Olsen fengu 45.000 kg, Aðföng tæp 40.000 og þrettán fyrirtæki skiptu með sér rest. Einnig voru samþykktir tollkvótar fyrir innflutning á pylsum og öðru kjöti.

Þá voru þar birtar niðurstöður samþykktra tilboða EFTA tollkvóta á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. Krónan fékk þar tollkvóta fyrir innflutningi á 15.000 kg á osti og LL42 tollkvóta fyrir innflutning á 10.000 kg af nautakjöti.

Auk þess birtist listi yfir samþykkt tilboð í tollkvóta fyrir innflutning á blómum vegna fyrri hluta ársins 2023. Fyrirtækið Samasem ehf. fær þar langmesta magnið.

Alla lista tollkvótahafa má finna á vefsíðu matvælaráðuneytisins.

Skylt efni: tollamál | tollar | tollkvótar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...