Aukinn innflutningur á lægri tollum
Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnaðarvörum. Handhafar tollkvóta eru ekki þeir einu sem standa í innflutningi.
Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnaðarvörum. Handhafar tollkvóta eru ekki þeir einu sem standa í innflutningi.
Minni eftirspurn og lægra jafnvægisverð í útboði á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu komu Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, nokkuð á óvart.
Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu landbúnaðarvörum þann 23. maí.
Tollvernd er mikilvægt stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði. Þeir eru lagðir á tilteknar innfluttar búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu. Síðan tollverndin var sett á hefur hún rýrnað með hverju árinu og tollfrjáls innflu...
Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) undirbúa nú að stilla upp sinni starfsemi fyrir næstu vikur og mánuði – og manna samtökin í samræmi við hana. Verkefnin munu felast í því að laga umgjörðina utan um landbúnaðinn og úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi, til dæmis í tollamálum og varðandi mögulega samvinnu kjötafurðastöðva til hagræðingar í grei...
Á undanförnum vikum hefur í fjölmiðlum verið fjallað um tollamál og skort á þremur tegundum af grænmeti; selleríi, blómkáli og spergilkáli. Formaður Neytendasamtakanna og framkvæmdastjóri Krónunnar hafa hvatt til endurskoðunar á tímabili tollverndarinnar fyrir þessar tegundir eða að hún verði hreinlega lögð af, vegna þess meðal annars að hún sé hlu...
Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau mótmæla fullyrðingum Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um að frumvarpi hans um tollfrjálsan innflutning á selleríi hafi verið breytt í meðförum þingsins, meðal annars vegna þrýstings frá hagsmunasamtökum bænda.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti í gær eftir umsóknum í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu frá 16. september til 31. desember 2021.
Í kjölfarið á undirritun nýs tvíhliða viðskiptasamnings Íslands og Bretlands hafa bændur enn á ný verið vændir um að þeir vilji ekki frjáls viðskipti milli landa. Í Viðskiptablaðinu þann 7. júní sl. fór Félag atvinnurekenda mikinn um möguleika landbúnaðarins til útflutnings á mjólkurdufti til Bretlands í stað innflutnings á kjöti.
Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður úthlutunar Evrópusambands-tollkvótum á kjötvörum, osti og ystingi fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. apríl 2021. Heildverslunin Ekran fær langmest úthlutað af kvótum fyrir kjötvörur, rúmlega þriðjung eða um 287 þúsund kíló. Varðandi osta og ysting fær Natan & Olsen mest úthlutað, 42.55...
Nú hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birt niðurstöðu útboðs á tollkvótum vegna innflutnings land-búnaðarvara frá ESB fyrir tímabilið janúar-apríl 2021. Hækkaði verð tollkvóta í öllum tilfellum utan osta frá fyrra útboði. Frá gildistöku tollasamnings Íslands við ESB hefur verð á tollkvótum hins vegar lækkað um 47% að meðaltali og allt að 65...
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum frá Evrópusambandinu eigi ekki við um osta. Í nýlegu útboði hafi verð á tollkvóta fyrir ost lækkað og reyndar hafi verð á slíkum kvótum á síðustu misserum lækkað jafnt og þétt.
Á undanförnum vikum hefur umræða um landbúnaðarstefnu hér á landi tekið mikinn kipp og sjónir margra sérstaklega beinst að tollum á innfluttar landbúnaðarvörur. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), sem eru hagsmunasamtök innflytjenda, heildsala og smásala, hefur í þeirri umræðu skrifað fjölda blaðagreina undanfarnar vikur...
Alþingi samþykkt undir lok nóvember beiðni níu þingmanna Miðflokksins um að úttekt færi fram á framkvæmd tollamála hjá Skattinum. Skoðun þessara mála var þegar komin í gang hjá sérfræðingum innan tollsins og Ríkisendurskoðun skoðar nú framkvæmd úttektar á málinu.
Nýverið skrifuðu Breki Karlsson formaður og Brynhildur Pétursdóttir frkv.stj. Neytendasamtakanna, greinina „Tollar, tap og traust“. Í þeirri grein er m.a. eftirfarandi fullyrðing sett fram um tollasamning sem gerður var við ESB 2015 og tók gildi 1. maí 2018. „Samningurinn var mikilvægt og löngu tímabært skref sem hefur skilað neytendum lægra verði....
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerir ráð fyrir að núverandi fyrirkomulag útboða fyrir tollkvóta búvara verði lagt af tímabundið og eldra fyrirkomulag tekið upp að nýju til 1. febrúar 2022. Verði frumvarpið samþykkt verður tollkvóta fyrst úthlutað til hæstbjóðanda komi til útboðs á þessu tímabili, svo til ...
Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með meint lögbrot varðandi tollmeðferð við innflutning á ostum til meðferðar. Í umræðum á Alþingi 22. október var sérstök umræða um tollamál og eftirlit með innflutningi á búvörum. Þar var fullyrt að um stórfellt tollasvindl væri að ræða virtust ræðumenn sammála um að ekki eigi að líða lögbrot a...
Eins og flestum má vera kunnugt þá hefur Hótel Sögu verið lokað þar sem tekjufall ferðaþjónustunnar er algert. Við sáum ekki fram á að geta haldið lágmarksrekstri gangandi eftir nýjustu takmarkanir sóttvarnarlæknis. En staðan verður endurmetin ef forsendur breytast að einhverju ráði. Staðan er því sú að einungis er haldið lágmarksmönnun til að sinn...
Nú hefur ráðherra birt yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins þar sem upplýst er að endurskoða eigi reglugerð sem snýr að inn- og útflutningi á plöntum. Þessu ber að fagna þar sem garðyrkjubændur hafa barist fyrir þessu í mörg ár en fyrir daufum eyrum fyrri ráðherra landbúnaðarmála.
Enn af tollamálum, forysta Bændasamtakanna hefur á síðustu vikum fundað með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Á fundi með fjármálaráðherra var farið yfir stöðu mála gagnvart innflutningi afurða til Íslands frá löndum Evrópusambandsins. Eitt er að vera með milliríkjasamning um aðgang að íslenskum markaði á grundvelli þessa samnings og annað er ...
Undirritaður hefur verið fyrsti áfangi í að taka niður tollmúra í viðskiptum Bandaríkjanna og Kína. Sem kunnugt er hefur þetta tollastríð haft mikil og neikvæð áhrif á landbúnað í Bandaríkjunum. Þessi áfangasamningur gengur út á að afnema tolla á viðskiptum með rautt kjöt og alifuglaafurðir.
Íslenskur landbúnaður hefur ætíð staðið hjarta mínu nærri. Ég hef í gegnum tíðina, bæði í störfum mínum í stjórnmálum og ekki síður sem dýralæknir, séð þann mikla metnað sem íslenskir bændur hafa sýnt í störfum sínum.
„Málsókn fimm innflutningsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum í formi tolla á landbúnaðarvörum er óneitanlega stórfrétt vikunnar,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna harðlega boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.
Haustið 2015 var skrifað undir tollasamning við ESB sem kveður á um heimildir til innflutnings á ákveðnu magni af kjöti og mjólkurvörum, en samningurinn á að taka gildi nú í vor.
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands komu fram miklar áhyggjur af tollasamingum sem gerðir voru við ESB á árunum 2007 og 2015. Búnaðarþing 2018 krefst þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar.
Búnaðarþing 2018 var sett í morgun í Súlnasal á Hótel Sögu. Búnaðarþing er styttra en venjulega að þessu sinni, samkvæmt nýju fyrirkomulagi, og stendur aðeins yfir mánudag og þriðjudag. Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sinni að mótvægisaðgerðir væru nauðsynlegar vegna EFTA-dóms.
Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði um þessar mundir. Þekktur er vandi sauðfjárbænda sem núverandi ríkisstjórn brást við með 665 m. kr. fjárveitingu í fjáraukalögum 2017. Langtímalausn hefur þó ekki verið náð svo sem með því að lögleiða sveiflujöfnun eða beita öðrum verkfærum.
Samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur annars vegar og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum hins vegar, sem undirritaðir voru árið 2015, munu öðlast gildi 1. maí 2018 en þá verður málsmeðferð ESB endanlega lokið.
Fljótlega eftir að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum var ljóst að stefnt yrði að breytingum í úthlutun á tollkvótum búvara á nýju ári. Það kom fram í stjórnarsáttmála að endurskoða þyrfti ráðstöfun innflutningskvóta og var síðan ítrekað af Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráð...
Á lokadegi búnaðarþings 2. mars sl. samþykktu bændur harðorða ályktun vegna tollasamnings stjórnvalda við ESB sem gerður var í haust. Samningurinn er ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu að mati bænda.
Vífill Karlsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur gert mat á áhrifum nýgerðra tollasamninga Íslands við Evrópusambandið á afkomu íslenskra bænda.
Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur alþingismaður lagði fyrir á dögunum spurningar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhrif samnings við ESB um tollaniðurfellingu og tollalækkun á landbúnaðarvörum. Spurningar Bjarkeyjar og svar var Sigurðar Inga Jóhannssonar er eftirfarandi.
Heildarstærð kjötmarkaðarins á Íslandi er 28.200 tonn. Er þá allt talið til, innlend framleiðsla sem seld er hér á landi, innflutt kjöt og innfluttar unnar kjötvörur. Árið 2014 var sala á innlendu kjöti 24.230 tonn eða um 86% af heildarmarkaðnum.
„Hugmyndin um aukna niðurfellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra ræddi m.a. tollamál í ávarpi sínu á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Sagði hann að kjötframleiðslan hér á landi sé fyllilega samkeppnishæf við það sem gerist í nágrannalöndunum. Síðan sagði ráðherra:
Fulltrúar íslenskra bænda koma nú saman á Búnaðarþing og funda um sín hagsmunamál. Þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu þar sem vel brýndum spjótum háværra hagsmunaafla er beint að þeim úr öllum áttum.