Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vilja að tollkvótar á kjöti verði reiknaðir án beins
Fréttir 8. maí 2018

Vilja að tollkvótar á kjöti verði reiknaðir án beins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna harðlega boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna er óskað eftir upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu um það hvernig staðið hafi verið að útreikningum á tollkvótum á kjöti allt frá því að fyrri samningar við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum voru gerðir árið 2007. Samtökin telja mikilvægt að fá úr því skorið hvort slíkir kvótar á kjöti hafi til þessa verið reiknaðir með beini eða án. Sjá erindi samtakanna hér.

Á vef Neytendasamtakanna segir að ljóst sé að boðuð breyting muni fela í sér verulega skerðingu á því magni sem nú er heimilað að flytja inn samkvæmt tollkvótum eða um allt að þriðjung. "Ávinningur neytenda yrði því mun minni en gert var ráð fyrir sem er að mati samtakanna óásættanlegt. Tilgangur hinna auknu tollkvóta er tvíþættur. Annars vegar að veita neytendum aðgang að meira vöruúrvali á samkeppnishæfu verði. Hins vegar að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald. Með þeim áformum sem stjórnvöld hafa nú kynnt taka stjórnvöld þrönga sérhagsmuni enn á ný fram yfir heildarhagsmuni," segir á vef Neytendasamtakanna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...