Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB
Fréttir 28. janúar 2021

Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB

Höfundur: Ritstjórn

Nú hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birt niðurstöðu útboðs á tollkvótum vegna innflutnings land-búnaðarvara frá ESB fyrir tímabilið janúar-apríl 2021. Hækkaði verð tollkvóta í öllum tilfellum utan osta frá fyrra útboði. Frá gildistöku tollasamnings Íslands við ESB hefur verð á tollkvótum hins vegar lækkað um 47% að meðaltali og allt að 65% í einstaka flokkum.

Í lok síðasta árs ákvað Alþingi að færa útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur tímabundið aftur í fyrra horf þar sem úthlutað er til hæstbjóðanda í stað jafnvægisútboðs, en síðastliðið sumar var stuðst við jafnvægisútboð í fyrsta sinn. Markmiðið með því að taka aftur upp fyrri útboðsleið var að lágmarka áhrif kórónuveirufaraldursins á innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða en við breytinguna í sumar lækkaði t.d. verð á tollkvótum fyrir nautakjöt um 40% og unnar kjötvörur um 95% frá fyrra útboði, á sama tíma og tollkvótar hafa stóraukist í magni og markaðurinn minnkað vegna heimsfaraldursins. Á sama tíma hafa verið miklar verðlækkanir til bænda. 

Erfið staða

„Staðan í íslenskum landbúnaði hefur verið erfið. Afurðaverð til íslenskra bænda hefur fallið hratt, samhliða auknum tollkvótum sem hafa lækkað umtalsvert í verði. Auk þess hafa verið verðhækkanir á aðföngum undanfarið ár og því er klipið af launalið bænda úr báðum áttum. Það er von okkar að upptaka fyrri útboðsaðferðar nú sporni gegn frekari lækkunum á afurðaverði með tilheyrandi versnandi afkomu bænda,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 

Verð á tollkvótum hefur lækkað um 47% frá 2018

Frá ársbyrjun 2018 hefur verð á tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir lækkað um 47% að meðaltali, en á sama tíma hefur vísitala kjöts hækkað um 6%. Lækkun á innkaupsverði innfluttra matvæla skapar verðþrýsting á innlenda framleiðslu og á tímabilinu hefur afurðaverð til bænda lækkað mikið. Ljóst er að lækkun á verði tollkvóta hefur ekki verið að skila sér til neytenda og virðist ávinningurinn renna fyrst og fremst til innflutningsaðila og verslunar, ásamt því að lækka afurðaverð til bænda.

Félag atvinnurekenda og Neytendasamtökin hafa haldið því fram að hækkun á verði tollkvóta muni hafa hækkandi áhrif á verð til neytenda. Hins vegar lækkaði ekki verð til neytenda þegar verð á tollkvótum lækkaði síðastliðið sumar, þá mest um 40% fyrir nautakjöt og 95% fyrir unnar kjötvörur.

„Það gengur auðvitað ekki að lækkun á verði tollkvóta eins og við sáum í sumar skili sér einungis í verðþrýstingi á innlenda framleiðslu og ágóðinn af lægra innkaupsverði heildsala og verslunar stoppi þar, en hækkun á verði lendi alltaf á neytandanum,“ segir Gunnar enn fremur. 

Gunnar Þorgeirsson.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...