Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB
Fréttir 28. janúar 2021

Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB

Höfundur: Ritstjórn

Nú hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birt niðurstöðu útboðs á tollkvótum vegna innflutnings land-búnaðarvara frá ESB fyrir tímabilið janúar-apríl 2021. Hækkaði verð tollkvóta í öllum tilfellum utan osta frá fyrra útboði. Frá gildistöku tollasamnings Íslands við ESB hefur verð á tollkvótum hins vegar lækkað um 47% að meðaltali og allt að 65% í einstaka flokkum.

Í lok síðasta árs ákvað Alþingi að færa útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur tímabundið aftur í fyrra horf þar sem úthlutað er til hæstbjóðanda í stað jafnvægisútboðs, en síðastliðið sumar var stuðst við jafnvægisútboð í fyrsta sinn. Markmiðið með því að taka aftur upp fyrri útboðsleið var að lágmarka áhrif kórónuveirufaraldursins á innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða en við breytinguna í sumar lækkaði t.d. verð á tollkvótum fyrir nautakjöt um 40% og unnar kjötvörur um 95% frá fyrra útboði, á sama tíma og tollkvótar hafa stóraukist í magni og markaðurinn minnkað vegna heimsfaraldursins. Á sama tíma hafa verið miklar verðlækkanir til bænda. 

Erfið staða

„Staðan í íslenskum landbúnaði hefur verið erfið. Afurðaverð til íslenskra bænda hefur fallið hratt, samhliða auknum tollkvótum sem hafa lækkað umtalsvert í verði. Auk þess hafa verið verðhækkanir á aðföngum undanfarið ár og því er klipið af launalið bænda úr báðum áttum. Það er von okkar að upptaka fyrri útboðsaðferðar nú sporni gegn frekari lækkunum á afurðaverði með tilheyrandi versnandi afkomu bænda,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 

Verð á tollkvótum hefur lækkað um 47% frá 2018

Frá ársbyrjun 2018 hefur verð á tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir lækkað um 47% að meðaltali, en á sama tíma hefur vísitala kjöts hækkað um 6%. Lækkun á innkaupsverði innfluttra matvæla skapar verðþrýsting á innlenda framleiðslu og á tímabilinu hefur afurðaverð til bænda lækkað mikið. Ljóst er að lækkun á verði tollkvóta hefur ekki verið að skila sér til neytenda og virðist ávinningurinn renna fyrst og fremst til innflutningsaðila og verslunar, ásamt því að lækka afurðaverð til bænda.

Félag atvinnurekenda og Neytendasamtökin hafa haldið því fram að hækkun á verði tollkvóta muni hafa hækkandi áhrif á verð til neytenda. Hins vegar lækkaði ekki verð til neytenda þegar verð á tollkvótum lækkaði síðastliðið sumar, þá mest um 40% fyrir nautakjöt og 95% fyrir unnar kjötvörur.

„Það gengur auðvitað ekki að lækkun á verði tollkvóta eins og við sáum í sumar skili sér einungis í verðþrýstingi á innlenda framleiðslu og ágóðinn af lægra innkaupsverði heildsala og verslunar stoppi þar, en hækkun á verði lendi alltaf á neytandanum,“ segir Gunnar enn fremur. 

Gunnar Þorgeirsson.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...