Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tollkvótar lausir til umsóknar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB
Mynd / Unsplash - Waldemar Brandt
Fréttir 27. júlí 2021

Tollkvótar lausir til umsóknar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti í gær eftir umsóknum í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu frá 16. september til 31. desember 2021.

Eftirtaldir tollkvótar eru í boði, en ef umsóknir berast um meira magn innflutnings verður leitað tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Berist umsóknir um meira magn innflutnings af osti og ysting, vörulið ex 0406, en sem nemur auglýstum tollkvóta verður tollkvótanum úthlutað með hlutkesti. Heildarmagni tollkvótans fyrir árið 2021 er skipti niður á þrjú úthlutunartímabil, en áður hefur verið úthlutað fyrir tímabilin 1. janúar til 30. apríl og 1. maí til 15. september.

Vöruliður:

Vara

Vörumagn

Verð-tollur

Magntollur

kg

%

kr./kg

0201/0202

Kjöt af dýrum af nautgripakyni, nýtt, kælt eða fryst

232.000

0

0

0203

Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst

234.000

0

0

0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst

286.000

0

0

ex0207

Kjöt af alifuglum, nýtt, kælt eða fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu

66.000

0

0

0210

Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig finmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum

34.000

0

0

ex 0406

Ostur og ystingur (**)

76.000

0

0

0406

Ostur og ystingur

126.000

0

0

1601

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum

84.000

0

0

1602

Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum

134.000

0

0

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla.

 

Óframseljanlegar úthlutanir

Tekið er fram í auglýsingu ráðuneytisins að úthlutunin sé ekki framseljanleg.

Umsóknafrestur er til 9. ágúst og er umsóknar- og tilboðsferlið vegna úthlutunarinnar nú allt orðið rafrænt inni á vefkerfinu tolkvoti.is.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...