Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi
Fréttir 23. september 2015

Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi

Höfundur: Hörður Kristjánsson, Sigurður Már Harðason, Vilmundur Hansen

 

„Hugmyndin um aukna niðurfellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda.

„Tollar á magn umfram þessi þúsund tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi,“ segir Jón.

Samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tollaniðurfellingar á landbúnaðarvörum kom íslenskum bændum og flestum öðrum mjög á óvart. Á sama tíma hafa forsvarsmenn innflutningsverslunarinnar fagnað tíðindunum, en fjölmargt í þessum samningum vekur samt furðu.

Alvarleg tíðindi

„Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þær greinar og ég tel að stjórnvöld hafi vanrækt að meta áhrif samningsins til fulls. Sama gildir að mörgu leyti um nautakjötsframleiðsluna. Ég taldi að það væri vilji stjórnvalda að efla þá grein en ekki flytja hana að enn stærri hluta til útlanda,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.  Hann vekur athygli á því að stjórnvöld tilkynni um nýjan samning um tollamál sem stóð til að ræða um í viðræðum um nýja búvörusamninga.

Hljóta að vera með áætlun

„Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoðar ríkisvaldsins verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og séu með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti,“  segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Tollfrjáls viðskipti með hvalkjöt, selkjöt, apa og asna

Þegar litið ef yfir listann yfir afnám tolla á einstökum flokkum kemur margt undarlegt í ljós. Ríki Evrópusambandsins hafa á liðnum árum gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og einnig selveiðar. Þrátt fyrir það er að finna í samningnum að tollfrelsi verður  á frosnu og söltuðu hvalkjöti og öðrum frosnum hvalaafurðum. Einnig á frosnu selkjöti, sæljónakjöti og rostungakjöti. Þá verða viðskipti með lifandi sæljón, rostunga og apa tollfrjáls. Sem og viðskipti með asna sem mikil þörf virðist vera talin á í samningnum.

Sjá nánar um málið á blaðsíðum 4 og 8 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...