Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi
Fréttir 23. september 2015

Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi

Höfundur: Hörður Kristjánsson, Sigurður Már Harðason, Vilmundur Hansen

 

„Hugmyndin um aukna niðurfellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda.

„Tollar á magn umfram þessi þúsund tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi,“ segir Jón.

Samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tollaniðurfellingar á landbúnaðarvörum kom íslenskum bændum og flestum öðrum mjög á óvart. Á sama tíma hafa forsvarsmenn innflutningsverslunarinnar fagnað tíðindunum, en fjölmargt í þessum samningum vekur samt furðu.

Alvarleg tíðindi

„Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þær greinar og ég tel að stjórnvöld hafi vanrækt að meta áhrif samningsins til fulls. Sama gildir að mörgu leyti um nautakjötsframleiðsluna. Ég taldi að það væri vilji stjórnvalda að efla þá grein en ekki flytja hana að enn stærri hluta til útlanda,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.  Hann vekur athygli á því að stjórnvöld tilkynni um nýjan samning um tollamál sem stóð til að ræða um í viðræðum um nýja búvörusamninga.

Hljóta að vera með áætlun

„Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoðar ríkisvaldsins verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og séu með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti,“  segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Tollfrjáls viðskipti með hvalkjöt, selkjöt, apa og asna

Þegar litið ef yfir listann yfir afnám tolla á einstökum flokkum kemur margt undarlegt í ljós. Ríki Evrópusambandsins hafa á liðnum árum gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og einnig selveiðar. Þrátt fyrir það er að finna í samningnum að tollfrelsi verður  á frosnu og söltuðu hvalkjöti og öðrum frosnum hvalaafurðum. Einnig á frosnu selkjöti, sæljónakjöti og rostungakjöti. Þá verða viðskipti með lifandi sæljón, rostunga og apa tollfrjáls. Sem og viðskipti með asna sem mikil þörf virðist vera talin á í samningnum.

Sjá nánar um málið á blaðsíðum 4 og 8 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...