Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað
Fréttir 28. janúar 2021

SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað

Höfundur: smh

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum frá Evrópusambandinu eigi ekki við um osta. Í nýlegu útboði hafi verð á tollkvóta fyrir ost lækkað og reyndar hafi verð á slíkum kvótum á síðustu misserum lækkað jafnt og þétt.

Þar segir að verð á tollkvótum fyrir osta í útboðinu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti niðurstöður úr þann 26. janúar hafi lækkað, úr 680 krónur á kílóið á tímabilinu júlí til desember 2020 í 642 krónur á kílóið nú í janúar.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að verð á tollkvóta ræðst af mörgum þáttum, ekki einvörðungu fyrirkomulagi á útboði tollkvóta. Þar má nefna verð frá birgjum erlendis, verð á markaði hér á landi, gildandi tollur á innflutningi, eftirspurn o.s.frv.

Fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum á því ekki við um verð á tollkvótum fyrir ost,“ segir í tilkynningunni.

Með tilkynningunni fylgir súlurit sem sýnir hvernig þróun á verðlagi fyrir tollkvóta á osti hefur þróast frá 2018.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...