Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað
Fréttir 28. janúar 2021

SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað

Höfundur: smh

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum frá Evrópusambandinu eigi ekki við um osta. Í nýlegu útboði hafi verð á tollkvóta fyrir ost lækkað og reyndar hafi verð á slíkum kvótum á síðustu misserum lækkað jafnt og þétt.

Þar segir að verð á tollkvótum fyrir osta í útboðinu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti niðurstöður úr þann 26. janúar hafi lækkað, úr 680 krónur á kílóið á tímabilinu júlí til desember 2020 í 642 krónur á kílóið nú í janúar.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að verð á tollkvóta ræðst af mörgum þáttum, ekki einvörðungu fyrirkomulagi á útboði tollkvóta. Þar má nefna verð frá birgjum erlendis, verð á markaði hér á landi, gildandi tollur á innflutningi, eftirspurn o.s.frv.

Fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum á því ekki við um verð á tollkvótum fyrir ost,“ segir í tilkynningunni.

Með tilkynningunni fylgir súlurit sem sýnir hvernig þróun á verðlagi fyrir tollkvóta á osti hefur þróast frá 2018.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...