Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tollflokkurinn Annað fryst úrbeinað kjöt af nautgripum er ætlaður þeim vörum sem ekki falla inn í aðra tollflokka fyrir beinlaust nautgripakjöt. Nautabrjóst, eða brisket, er dæmi um kjöt sem fellur þar undir.
Tollflokkurinn Annað fryst úrbeinað kjöt af nautgripum er ætlaður þeim vörum sem ekki falla inn í aðra tollflokka fyrir beinlaust nautgripakjöt. Nautabrjóst, eða brisket, er dæmi um kjöt sem fellur þar undir.
Mynd / Luis Santoyo
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnaðarvörum. Handhafar tollkvóta eru ekki þeir einu sem standa í innflutningi.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var sagt frá því að aldrei hafi jafnmikið af nautakjöti verið flutt inn til landsins í einum mánuði og í nýliðnum júlí. Bændablaðið sendi Skattinum beiðni um upplýsingar um innflytjendur nautakjöts í júlí og fékk þau svör að ekki væri hægt að verða við því.

„Samkvæmt 188. grein tollalaga nr. 88/2005 eru starfsmenn tollyfirvalda bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskyldan til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls,“ segir í svarinu.

Handhafar tollkvóta

Einnig var spurt hvort algengt væri að aðilar sem ekki eru handhafar tollkvóta flytji inn kjöt. Samkvæmt svörum Skattsins gerist það reglulega.

Árið 2023 var úthlutað magn tollkvóta á nautakjöti um 800 tonn. Innflutningur á nautakjöti það ár var hins vegar um 1.344 tonn samkvæmt Hagstofunni.

Heildverslanir sem þjónusta stóreldhús eru algengustu handhafar tollkvóta en smásöluverslanir standa einnig að innflutningi. Þau fyrirtæki sem hafa fengið úthlutað tollkvóta fyrir innflutningi á nautakjöti árið 2024 eru eftirfarandi:

Ekran hefur fengið úthlutað um 256 tonnum. Háihólmi, sem líklega útvegar Esju Gæðafæði á tollkvóta fyrir innflutningi á 147,5 tonnum af nautakjöti. Kjötmarkaðurinn, sem einnig er samstarfsaðili KS, á 88,5 tonn. Innnes á rúm 78 tonn og LL42, sem er í eigu Stjörnugríss, á 70 tonn.

Krónan á 33 tonn, Samkaup 30 tonn, Garri 26 tonn, OJK- Ísam á 24,5 tonn og Mata, sem á vörumerkið Ali, á 22 tonn. Aðföng, sem er hluti af Högum og selur m.a. vörur undir vörumerkjunum Ferskar kjötvörur, á 20 tonn. Danól á tollkvóta fyrir innflutningi á 5 tonnum og Heimkaup fyrir 4 tonnum af nautakjöti.

Innflutningur nautakjöts utan tollkvóta

Nautakjöt er hægt að flytja í ýmsum tollflokkum. Þegar vörur eru fluttar inn ber innflytjandi ábyrgð á að skrá vörur í rétta flokka á tollskýrslu.

Tollflokkarnir bera mismunandi tolla. Almennt er tollur á nautakjöt frá ESB átján prósent á CIF verði auk krónutolls á kílógramm, sem er mismunandi eftir því um hvaða skrokkhluta er að ræða og hvort varan er úrbeinuð eða ekki.

Mest er flutt inn af frystum nautalundum samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar en árlega eru um 200–350 tonn flutt inn af vörum sem falla í þann tollflokk. Dæmi um aðra tollflokka sem talsvert er flutt inn í eru fryst nautahakk, frystir nautahryggvöðvar og frystir nautalærisvöðvar.

Tollflokkar fyrir kjöt af nautgripum eru margir og taka til mismunandi skrokkhluta og vöðva þannig að sérstakir tollflokkar eru fyrir verðmætustu hlutana eins og lundir og hryggi allt upp í heila og hálfa skrokka með beini. Tollflokkurinn „Annað fryst úrbeinað kjöt af nautgripum“ er því ætlaður þeim vörum sem ekki falla inn í aðra tollflokka fyrir beinlaust nautgripakjöt. Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fellur til dæmis nautabrjóst (e. brisket) undir þennan flokk.

Af þeim tollflokkum sem er að finna fyrir beinlaust nautakjöt ber þessi tollflokkur lága tolla, aðeins nautahakk ber lægri toll. Það er hins vegar áberandi að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Þannig voru tæplega 67 tonn flutt inn í tollflokkinum árið 2021, tæp 127 tonn árið 2022 og í fyrra voru tonnin 363.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2024 hafa verið flutt inn 345 tonn af „Öðru frystu úrbeinuðu kjöti af nautgripum“. Á sama tíma hafa verið flutt inn rúm 151 tonn af frystum nautalundum samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Skylt efni: innflutningur | tollamál

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...